Körfubolti

„Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu“
Liðurinn „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins í gær. Farið var yfir hvort New Orleans Pelicans væri í brasi, hvort Joel Embiid væri mögulega verðmætasti leikmaður deildarinnar um þessar mundir og margt annað.

„Hélt hann myndi taka þetta tímabil með trompi“
Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Martin byrjaður að æfa með Valencia eftir krossbandsslitin
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, fór í dag á sína fyrstu liðsæfingu í átta mánuði. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni.

„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“
Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum.

Treyjan sem LeBron klæddist í oddaleiknum 2013 seld á hálfan milljarð
Árið 2013 vann LeBron James sinn annan NBA meistaratitil í treyju Miami Heat. Úrslitaeinvígið fór alla leið í oddaleik og nú hefur treyjan sem LeBron klæddist í oddaleiknum verið seld á rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna.

NBA: Reiður Embiid sýndi hvað í sér býr, aftur tapaði Lakers fyrir Boston í framlengdum leik og Nets eiga New York
Fjölmargir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Þar ber helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Denver Nuggets, sigur Boston Celtics á Los Angeles Lakers í framlengdum leik og sigur Brooklyn Nets á New York Knicks.

Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“
Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot.

Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“
„Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld.

„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“
Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017.

Vrkić í Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli
Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum.

Söguleg stund í vændum í Frystikistunni: Raggi Nat lofar fyrsta þriggja stiga skotinu á ferlinum
Leikur Hamars og Ármanns í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið gæti orðið sögulegur.

Elvar Már skoraði tólf í tapi
Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var næststigahæsti leikmaður Rytas Vilnius með tólf stig er liðið mátti þola þrettán stiga tap gegn Manresa í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 82-69.

Baldur þjálfaði á mótinu þar sem stjörnurnar verða til
Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem stýrði Tindastóli til silfurverðlauna í Subway-deildinni í fyrra, varð um helgina fyrsti íslenski þjálfarinn til að fá að stýra liði á Euroleague Next Generation mótinu.

Jón Axel framlengir við Pesaro út tímabilið
Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið Pesaro út leiktíðina. Frá þessu greindi félagið í kvöld.

Umræða um mögulega bikarkeppni NBA-deildarinnar: „Kjaftæði“
Strákarnir í Lögmál leiksins ræða möguleikann á því að NBA-deildin í körfubolta fari af stað með bikarkeppni eins og við þekkjum til að mynda hér á landi. Virðist sem það sé alvöru umræða um að setja slíka keppni á laggirnar.

Tryggvi Snær atkvæðamikill gegn Valencia
Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik þegar lið hans Zaragoza tapaði gegn Valencia í ACB deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í kvöld.

Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi
Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels.

ÍR vann loks leik | Öruggt hjá toppliðinu
ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki.

„Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“
Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð.