Körfubolti

Fréttamynd

„Þær skoruðu full auð­veld­lega á okkur í dag“

Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Náðum að valta yfir þær í seinni hálf­leik“

Það var sigurreifur og kampakátur Þorleifur Ólafsson sem mætti í viðtal eftir sigur hans kvenna í Grindavík á Þór í Smáranum í kvöld, 93-75. Sópurinn á loft og Grindavík komið nokkuð örugglega í 4-liða úrslit Subway-deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Leggur skóna á hilluna

Kraftframherjinn Blake Griffin hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Hann lék með Boston Celtics á síðustu leiktíð en hefur verið án liðs síðan síðasta sumar. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Svona leikir eru leikir andans“

Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Maður fólksins gaf vængi

Lögmál leiksins er á sínum stað í kvöld. Þar verður farið verður yfir kostulegt atvik úr leik Los Angeles Clippers og Houston Rockets í lokaumferð deildarkeppni NBA. Boban Marjanović ákvað þá að klúðra vítaskoti viljandi til að gefa stuðningsfólki beggja liða kjúklingavængi.

Körfubolti
Fréttamynd

Verð­skulduðum ekki að komast nær en við gerðum

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði Hött hafa verðskuldað sigurinn í kvöld. „Fyrst og fremst var frammistaða Hattar töluvert betri en okkar í kvöld,“ svaraði hann aðspurður um hvað hefði ráðið úrslitum leiksins.

Körfubolti
Fréttamynd

„Eðli­legt að þær skíti að­eins í heyið“

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Hauka nú 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Arnar talaði aðallega um vonda kaflann hjá liðinu sem kom undir lokin þegar Haukar pressuðu af miklum krafti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekki upp­leggið að fá á sig hundrað stig“

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir LeBron James stýra um­ræðunni um eigið á­gæti

Kwame Brown, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA árið 2001, fullyrti í viðtali á dögunum að enginn leikmaður í NBA telji LeBron James vera besta leikmann allra tíma. James sjálfur stýri umræðunni og afvegaleiði í gegnum ítök sín í fjölmiðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hefur trú á að kvenna­í­þróttir geti vaxið enn frekar

Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru.

Körfubolti