Körfubolti

Ísland nær HM í fyrsta sinn eftir ákvörðun FIBA um Rússa
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er öruggt um sæti í seinni umferð undankeppni HM 2023 og á þar með möguleika á að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í sögunni.

Lögmál leiksins: Íslandstenging í NBA
„Það er búið að vera mjög skemmtileg þróun í gangi – Íslandstenging – í NBA,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þátturinn er á sínum stað klukkan 20.35 á Stöð 2 Sport 2.

Baldur Þór: Þar verða hetjur til og vonandi verður það okkar megin
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og þá staðreynd að liðið tapaði ekki heimaleik í alla úrslitakeppnina.

Pétur Rúnar: Gerðum mjög vel að halda trúnni
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti stærsta augnablikið í leiknum þegar að hann stal boltanum af Pavel Ermolinskij úr innkasti og skoraði í kjölfarið og kom Tindastól yfir 97 – 95.

Luka þarf að endurtaka leikinn gegn Clippers ef Dallas ætlar að eiga möguleika
Slóveninn Luka Dončić og liðsfélagar hans í Dallas Mavericks mæta Phoenix Suns í oddaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildar NBA á miðnætti. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram
Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik.

Íþróttafólkið sem keppir um atkvæði á laugardaginn
Heimsmeistari, ólympíufarar og margfaldir Íslandsmeistarar eru á framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Þar keppa líka samherjar um atkvæði kjósenda.

Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix
Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann niður
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti flottan leik fyrir sitt lið er Tindastóll pakkaði Val saman í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú jöfn 1-1.

Lögmál leiksins: „Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér“
Í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins er Andri Már „Nablinn“ Eggertsson með magnað innslag eftir vikuferð sína til Boston.

Áreitti mömmu og ýtti við konu Chris Paul
Chris Paul var æfur eftir framkomu ungs stuðningsmanns Dallas Mavericks í garð fjölskyldu hans á leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær.

Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu
James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri.

Stríðsmennirnir sölluðu Skógarbirnina niður
Golden State Warriors er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta eftir stórsigur í nótt, 142-112.

Kári Jónsson: Ekki fallegt en mjög skemmtilegt
Kári Jónsson skoraði 12 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst þegar Valur fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum við Tindastól í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Dagur: Við erum í raun að slá tvær flugur í einu höggi og kannski gott betur
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði undir viljayfirlýsing um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir í dag ásamt fulltrúar ríkisstjórnarinnar þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra.

Reiknar með að geta tekið fyrstu skóflustungu snemma á næsta ári
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er bjartsýnn á að ný þjóðarhöll rísi á næstu þremur árum nú þegar samkomulag er í höfn um að höllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík.

Þrír lykilmenn áfram hjá deildarmeisturunum
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur greindi frá því í dag að Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile myndi snúa aftur til félagsins fyrir næstu leiktíð.

Sjáðu þegar viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll var undirrituð
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar voru í Laugardalnum í dag þar sem undirrituð var viljayfirlýsing um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir.

Simmons frá í þrjá til fjóra mánuði í viðbót
Ben Simmons, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá lengur en upphaflega var talið. Nú er ljóst að Simmons verður frá í þrjá til fjóra mánuði til viðbótar.

Martin stoðsendingahæstur er Valencia féll úr leik í undanúrslitum
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti fínan leik er Valencia féll úr leik í EuroCup fyrir Virtus Bologna, lokatölur á Spáni 73-83.