Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 17:31 Leikmenn FCK fagna sigri á Kairat Almaty en markvörður Dominik Kotarski er ekki beint upplitsdjarfur. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Viktor Bjarki Daðason skoraði í fyrsta sigri FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni á þessu tímabili í gærkvöldu en þetta var ekki gott kvöld fyrir alla leikmenn danska liðsins. Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn)
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira