Sport

Dag­skrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugar­dal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Tómasson hefur spilað með Víkingi og íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum en nú spilar hann þar með tyrkneska félaginu Samsunspor. 
Logi Tómasson hefur spilað með Víkingi og íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum en nú spilar hann þar með tyrkneska félaginu Samsunspor.  vísir/Anton Brink

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum.

Það er Þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum í dag og á þeim degi er alltaf nóg af NFL-leikjum. Þrír verða sýndir beint. Detriot Lions tekur á móti Green Bay Packers, Dallas Cowboys taka á móti Kansas City Chiefs og Cincinatti Bengals heimsækir Baltimore Ravens.

Breiðablik spilar síðasta heimaleik sinn í Sambandsdeildinni og nú koma Logi Tómasson og félagar í Samsunspor í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Blikar eru enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar.

Það vantar ekki Íslendinga í beinni í Evrópuleikjunum. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille fá króatíska liðið Dinamo Zagreb í heimsókn í Evrópudeildinni.

Við sjáum einnig Frey Alexandersson og lærisveina hans í Brann heimsækja PAOK í Evrópudeildinni, Albert Guðmundsson og félaga í Fiorentina taka á móti AEK í Sambandsdeildinni og Gísla Gottskálk Þórðarson og félagar í Lech Poznan taka á móti Lausanne í Sambandsdeildinni.

Í kvöld verður eins og á öllum fimmtudögum þátturinn Big Ben þar sem Guðmundur Benediktsson og Hjálmar Örn Jóhannsson fara yfir íþróttalífið en enska úrvalsdeildin fær þar stórt pláss. Kapparnir fá góða gesti í gott spjall.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport

Klukkan 19.30 hefst bein útsending frá leik Breiðabliks og Samsunspor í Samandsdeildinni.

Klukkan 22.10 hefst Big Ben sem er umræðu- og viðtalsþáttur um íþróttir í umsjón Guðmundar Benediktssonar.

Klukkan 01.20 hefst bein útsending frá leik Baltimore Ravens og Cincinatti Bengals í NFL-deildinni.

SÝN Sport 2

Klukkan 17.30 hefst bein útsending frá leik Detriot Lions og Green Bay Packers í NFL-deildinni.

Klukkan 21.30 hefst bein útsending frá leik Dallas Cowboys og Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.

SÝN Sport 3

Klukkan 17.35 hefst bein útsending frá leik PAOK og Brann í Evrópudeildinni.

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Nottingham Forest og Malmö í Evrópudeildinni.

SÝN Sport 4

Klukkan 17.35 hefst bein útsending frá leik Lech Poznan og Lausanne í Sambandsdeildinni.

Klukkan 02.30 hefst bein útsending frá BMW Australian PGA Championship-golfmótinu á DP World Tour.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 17.35 hefst bein útsending frá leik Lille og Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni.

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Lech Fiorentina og AEK í Sambandsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×