Sport

McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauð­daga og fann guð

Aron Guðmundsson skrifar
Undanfarnar vikur hafa verið ansi viðburðaríkir í lífi Conor McGregor
Undanfarnar vikur hafa verið ansi viðburðaríkir í lífi Conor McGregor EPA

Írski UFC bar­daga­kappinn Conor McGregor sá sinn eigin dauð­daga í gegnum upp­lýsandi með­ferð þar sem að hann segist hafa fundið guð.

Lítið hefur heyrst frá McGregor síðustu vikur eða eftir að hann kvaddi fylgj­endur sína á sam­félags­miðlinum Insta­gram í bili og lokaði síðan reikningi sínum þar sem og á X-inu.

Hann sneri hins vegar aftur á sam­félags­miðla í gær með hvelli og setti fram færslu á X-inu þar sem að hann greindi frá því sem hafði drifið á hans daga upp á síðkastið og óhætt að segja að þeir hafi verið viðburðaríkir.

„Ég var bæn­heyrður og fékk að hitta framsýnustu lækna Stan­ford háskólans og gangast undir röð með­ferða til þess að takast á við áföll. Ég fór svo til Tiju­ana í Mexíkó og gekkst undir Iboga­ine með­ferð,“ segir Conor í færslu sinni en um með­ferð með hug­víkkandi efnum er að ræða.

„Þetta var ótrú­legt, ákaft og opnaði augu mín gjör­sam­lega. Mér var sýnt það sem hefði verið minn dauð­dagi. Hversu fljótt það hefði verið og hvaða áhrif það hefði haft á börnin mín. Ég horfði á sjálfan mig þegar að það gerðist og svo horfði ég upp þar sem að ég lá í minni eigin lík­kistu.“

Þá hafi guð al­máttugur komið til hans.

„Máttur hans er mikill. Jesús sonur hann, María mey og erki­englarnir. Öll saman á himnum. Ég sá ljósið. Jesús kom niður hvítan marmaratröppur frá himnum og setti á mig kórónu.

Mér hafði verið bjargað. Heilanum, hjartanu og sálinni. Bjargað! Ég var þrjátíu og sex tíma sofandi áður en ég gat hvílst. Þegar að ég vaknaði aftur var ég orðinn ég sjálfur aftur. Þetta er mest upp­lýsandi og heillandi upp­lifun sem ég hef nokkurn tímann tekið þátt í.“

Stefnir á Hvíta Húsið

McGregor deildi svo stuttu seinna myndum þar sem mátti sjá hann mættan aftur á MMA æfingum með þjálfara sínum og Gunnars Nel­son, John Kavanagh.

Írinn, sem varð á sínum tíma sá fyrsti til þess að verða ríkjandi meistari í tveimur þyngdar­flokkum á sama tíma í UFC, hefur ekki barist síðan í júlí árið 2021 þegar að hann laut í lækra haldi gegn Dustin Poiri­er.

Frægðin og vel­gengnin steig honum al­gjör­lega til höfuðs og hefur McGregor komist í kast við lögin, ítrekað á undan­förnum árum.

Á næsta ári fer fram bar­daga­kvöld við Hvíta Húsið í Bandaríkjunum og McGregor ætlar sér að berjast á því kvöldi sem verður það stærsta í sögu UFC. Ef af verður mun McGregor að öllum líkindum mæta Bandaríkja­manninum Michael Chandler í búrinu þar en þær áttu upp­haf­lega að mætast þann 29.júní í fyrra.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×