„Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 15:01 Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Vísir Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, segist hafa reynt að leysa úr ófremdarástandi sem ríki innan veggja stofnunarinnar en það hafi ekki tekist. Þögn Alþingis sé óskiljanleg en þingmenn hafa völd til að vísa ríkisendurskoðanda úr embætti. Jóhannes er nú í veikindaleyfi og hyggst ekki snúa aftur vegna ástandsins. Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“ Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“
Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira