Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Árni Sæberg skrifar 31. október 2025 17:39 Hnúfubakurinn virtist geta haldið sér á floti og andað þegar hópurinn þurfti frá að hverfa. Freyr Antonsson Áhöfn hvalaskoðunarbáts kom í morgun auga á hnúfubak sem var greinilega fastur í einhverju á Eyjafirði rétt austur af Hrísey. Ekki var unnt að bjarga hvalnum en stefnt er að því að reyna það aftur á morgun. Þetta segir segir Freyr Antonsson, eigandi Arctic Sea Tours á Dalvík, en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Áhöfnin á hvalaskoðunarbátnum Mána hafi séð hvalinn um klukkan 10 í morgun og þá hafi hann virst geta hreyft sig aðeins, haldið sér á yfirborðinu og andað en hafi greinilega verið fastur í einhverju. Klippa: Fastur hnúfubakur í Eyjafirði Skipstjórinn Páll Steingrímsson hafi tilkynnt Landhelgisgæslunni um atvikið klukkan 10:20 og Vörður, bátur Björgunarsveitarinnar á Dalvík hafi komið að hvalnum klukkan 11:46. Freyr, Klara Mist og Páll skipstjórar frá Arctic Sea Tours hafi farið ásamt Erlendi Bogasyni kafara á Dögun, svokölluðum rib bát félagsins að hvalnum klukkan 12:50 með búnað um borð til að skera hvalinn lausan, auk neðansjávardróna. Þurftu frá að hverfa vegna veðurs Veðuraðstæður hafi verið mjög slæmar á vettvangi, austan 18 til 22 metrar og sjólag erfitt. „Því miður þurftum við frá að hverfa þar sem veður og sjólag gerðu okkur erfitt fyrir. Það er hvergi sjáanlegt ofansjávar hvernig hvalurinn er fastur en greinlegt að það er um sporðinn. Við sáum engin merki um veiðarfæri svo á þessari stundu er ekki vitað í hvað hnúfubakurinn hefur fest sig. Hann virðist eiga nokkuð auðvelt með að anda en greinilega undir álagi miðað við hljóðin í blæstrinum,“ segir Freyr. Vona að hvalurinn þrauki Hann segir að hópurinn voni að hvalurinn þrauki fram til morguns svo að unnt verði að aðstoð hann. „Við höfðum á orði að við vildum ekki missa annan hnúfubak í Eyjafirði þetta árið, svo við vonum að þetta fari vel.“ Hvalir Dalvíkurbyggð Ferðaþjónusta Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Þetta segir segir Freyr Antonsson, eigandi Arctic Sea Tours á Dalvík, en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Áhöfnin á hvalaskoðunarbátnum Mána hafi séð hvalinn um klukkan 10 í morgun og þá hafi hann virst geta hreyft sig aðeins, haldið sér á yfirborðinu og andað en hafi greinilega verið fastur í einhverju. Klippa: Fastur hnúfubakur í Eyjafirði Skipstjórinn Páll Steingrímsson hafi tilkynnt Landhelgisgæslunni um atvikið klukkan 10:20 og Vörður, bátur Björgunarsveitarinnar á Dalvík hafi komið að hvalnum klukkan 11:46. Freyr, Klara Mist og Páll skipstjórar frá Arctic Sea Tours hafi farið ásamt Erlendi Bogasyni kafara á Dögun, svokölluðum rib bát félagsins að hvalnum klukkan 12:50 með búnað um borð til að skera hvalinn lausan, auk neðansjávardróna. Þurftu frá að hverfa vegna veðurs Veðuraðstæður hafi verið mjög slæmar á vettvangi, austan 18 til 22 metrar og sjólag erfitt. „Því miður þurftum við frá að hverfa þar sem veður og sjólag gerðu okkur erfitt fyrir. Það er hvergi sjáanlegt ofansjávar hvernig hvalurinn er fastur en greinlegt að það er um sporðinn. Við sáum engin merki um veiðarfæri svo á þessari stundu er ekki vitað í hvað hnúfubakurinn hefur fest sig. Hann virðist eiga nokkuð auðvelt með að anda en greinilega undir álagi miðað við hljóðin í blæstrinum,“ segir Freyr. Vona að hvalurinn þrauki Hann segir að hópurinn voni að hvalurinn þrauki fram til morguns svo að unnt verði að aðstoð hann. „Við höfðum á orði að við vildum ekki missa annan hnúfubak í Eyjafirði þetta árið, svo við vonum að þetta fari vel.“
Hvalir Dalvíkurbyggð Ferðaþjónusta Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira