Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 06:43 Rakel Sara Pétursdóttir með íslenska fánann og verðlaunapening um hálsinn. Fimleikasamband Íslands Rakel Sara Pétursdóttir var stjarna íslenska landsliðsins á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Leicester, Englandi um helgina. Rakel Sara, sem kemur úr Gerplu, vann bronsverðlaun í fjölþrautinni og fylgdi því síðan eftir með að vinna silfurverðlaun í gólfæfingum. Íslenska kvennalandsliðið varð í fimmta sæti í liðakeppninni en liðið varð fyrir áfalli strax í upphitun, í fyrsta sæti þegar Nanna Guðmundsdóttir, reynslubolti liðsins, meiddist á fæti á slánni sem varð til þess að hún keppti ekki með liðinu. Efst íslensku keppendanna í dag varð eins og áður sagði Rakel Sara sem endaði með 47.250 stig sem tryggði henni þriðja sætið í fjölþrautinni. Frábær árangur hjá þessari ungu og upprennandi fimleikakonu. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og komst inn í úrslit á þremur áhöldum af fjórum. Þóranna Sveinsdóttir, úr Stjörnunni komst einnig í úrslitin á tvíslánni. Rakel Sara bætti sig heldur betur í úrslitum í gólfæfingum. Hún kom inn áttunda í úrslitin en hækkaði einkunnina sína um 0.700 stig sem telst mikil bæting milli daga. Þessi mikla bæting skilaði henni silfurverðlaunum. Rakel Sara átti ekki eins góðan dag á slánni í dag og í gær þar sem hún kom fyrst inn í úrslit en endaði í sjöunda sæti þar með tvö föll. Í stökkinu varð Rakel Sara fjórða eins og í undanúrslitunum. Þóranna hækkaði sig um þrjú sæti á tvíslánni og var hársbreidd frá bronsinu. Karlamegin var Atli Snær Valgeirsson í úrslitum á þremur áhöldum af sex og hækkaði sig um tvö sæti í stökkinu þar sem hann endaði sjötti. Hann ætlaði sér meira á gólfi en svekkjandi fall setti strik í reikninginn þar og sjöunda sætið var niðurstaðan. Jón Sigurður Gunnarsson hækkaði sig um þrjú sæti á svifránni og var jafn Atla Snæ í fimmta sæti með 11.650 stig. Í hringjunum ætlaði Jón sér verðlaunasæti en fall í afstökkinu kom í veg fyrir það. Lúkas Ari Ragnarsson kom inn á hringina sem varamaður og endaði sjötti. Sólon Sverrisson átti úrslitasæti í stökki og á tvíslá en dró sig úr keppni á stökkinu þar sem Sigurður Ari Stefánsson kom í hans stað. Fimleikar Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Sjá meira
Rakel Sara, sem kemur úr Gerplu, vann bronsverðlaun í fjölþrautinni og fylgdi því síðan eftir með að vinna silfurverðlaun í gólfæfingum. Íslenska kvennalandsliðið varð í fimmta sæti í liðakeppninni en liðið varð fyrir áfalli strax í upphitun, í fyrsta sæti þegar Nanna Guðmundsdóttir, reynslubolti liðsins, meiddist á fæti á slánni sem varð til þess að hún keppti ekki með liðinu. Efst íslensku keppendanna í dag varð eins og áður sagði Rakel Sara sem endaði með 47.250 stig sem tryggði henni þriðja sætið í fjölþrautinni. Frábær árangur hjá þessari ungu og upprennandi fimleikakonu. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og komst inn í úrslit á þremur áhöldum af fjórum. Þóranna Sveinsdóttir, úr Stjörnunni komst einnig í úrslitin á tvíslánni. Rakel Sara bætti sig heldur betur í úrslitum í gólfæfingum. Hún kom inn áttunda í úrslitin en hækkaði einkunnina sína um 0.700 stig sem telst mikil bæting milli daga. Þessi mikla bæting skilaði henni silfurverðlaunum. Rakel Sara átti ekki eins góðan dag á slánni í dag og í gær þar sem hún kom fyrst inn í úrslit en endaði í sjöunda sæti þar með tvö föll. Í stökkinu varð Rakel Sara fjórða eins og í undanúrslitunum. Þóranna hækkaði sig um þrjú sæti á tvíslánni og var hársbreidd frá bronsinu. Karlamegin var Atli Snær Valgeirsson í úrslitum á þremur áhöldum af sex og hækkaði sig um tvö sæti í stökkinu þar sem hann endaði sjötti. Hann ætlaði sér meira á gólfi en svekkjandi fall setti strik í reikninginn þar og sjöunda sætið var niðurstaðan. Jón Sigurður Gunnarsson hækkaði sig um þrjú sæti á svifránni og var jafn Atla Snæ í fimmta sæti með 11.650 stig. Í hringjunum ætlaði Jón sér verðlaunasæti en fall í afstökkinu kom í veg fyrir það. Lúkas Ari Ragnarsson kom inn á hringina sem varamaður og endaði sjötti. Sólon Sverrisson átti úrslitasæti í stökki og á tvíslá en dró sig úr keppni á stökkinu þar sem Sigurður Ari Stefánsson kom í hans stað.
Fimleikar Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Sjá meira