Engan óraði fyrir framhaldinu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 21:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi um ástandið á Gasa. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. „Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
„Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira