Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. september 2025 00:03 Höfuðstöðvar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og höfuðstöðvar Sýnar, sem rekur meðal annars fréttastofu Sýnar, Vísis og Bylgjunnar. Vísir Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka. Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?