Börsungar á toppinn Siggeir Ævarsson skrifar 28. september 2025 16:02 Marcus Rashford lagði upp mark í kvöld. EPA/Alejandro Garcia Barcelona tók á móti Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í dag þar sem yfirburðir Börsunga voru töluverðir í 2-1 sigri. Gestirnir komust yfir með marki frá Álvaro Odriozola á 31. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins. Heimamenn lágu í sókn nánast allan leikinn og á 43. jafnaði Jules Koundé metin eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Það var svo markahrókurinn Robert Lewandowski sem skoraði sigurmarkið á 59. mínútu eftir undirbúning frá ungstirninu Yamal sem með bestu mönnum Barcelona í kvöld. Með sigrinum fara Börsungar á topp deildarinnar með 19 stig, stiga á undan Real Madrid. Real Sociedad aftur á móti hefur aðeins sótt einn sigur í fyrstu sjö leikjum sínum og situr beint fyrir ofan fallsætin í deildinni. Spænski boltinn
Barcelona tók á móti Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í dag þar sem yfirburðir Börsunga voru töluverðir í 2-1 sigri. Gestirnir komust yfir með marki frá Álvaro Odriozola á 31. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins. Heimamenn lágu í sókn nánast allan leikinn og á 43. jafnaði Jules Koundé metin eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Það var svo markahrókurinn Robert Lewandowski sem skoraði sigurmarkið á 59. mínútu eftir undirbúning frá ungstirninu Yamal sem með bestu mönnum Barcelona í kvöld. Með sigrinum fara Börsungar á topp deildarinnar með 19 stig, stiga á undan Real Madrid. Real Sociedad aftur á móti hefur aðeins sótt einn sigur í fyrstu sjö leikjum sínum og situr beint fyrir ofan fallsætin í deildinni.