Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Andri Már Eggertsson skrifar 15. september 2025 18:40 vísir/diego ÍA vann 3-1 sigur gegn Aftureldingu í botnslag og fór upp fyrir Aftureldingu í töflunni. Ómar Björn Stefánsson fór á kostum í liði Skagamanna og gerði tvö mörk. Gestirnir úr Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og fengu færi á upphafs mínútunum. Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, var á tánum og varði vel þau skot sem komu á hann. Hættulegustu færi Aftureldingar komu upp úr föstum leikatriðum en Mosfellingar voru klaufar fyrir framan markið. Eftir hálftíma leik tóku Skagamenn við sér og tóku yfir leikinn. Ómar Björn Stefánsson fékk færi þar sem skyndisókn heimamanna endaði með að Ómar Björn komst einn á móti Jökli Andréssyni, markverði Aftureldingar, en skaut framhjá. Stuttu síðar fékk Haukur Andri Haraldsson dauðafæri eftir darraðardans þar sem Jökull var ekki á milli stanganna en margar rauðar treyjur fyrir framan markið og skot Hauks fór framhjá. Orrahríð ÍA að marki Aftureldingar hélt áfram og gestirnir björguðu næst á línu. Heimamenn brutu ísinn á 39. mínútu þegar Rúnar Már Sigurjónsson átti fyrirgjöf beint á Ómar Björn sem skoraði af stuttu færi og kom ÍA verðskuldað yfir. Heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Það voru aðeins átta mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Viktor Jónsson bætti við öðru marki ÍA. Rúnar Már tók aukaspyrnu sem hann teiknaði beint á kollinn á Viktori sem skallaði boltann í gagnstætt horn og skoraði. Gestirnir minnkuðu muninn þegar þrjár mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma. Aketchi Luc-Martin Kassi skoraði mark Aftureldingar en tæplega mínútu síðar skoraði Ómar Björn þriðja mark ÍA þar sem hann vann boltann á miðjum velli og átti þrumuskot í fjærhornið sem Jökull átti ekki möguleika á að verja. Niðurstaða 3-1 sigur Skagamanna. Atvik leiksins Eftir að heimamenn höfðu klikkað á urmul af færum braut Ómar Björn Stefánsson ísinn og Skagamenn litu aldrei um öxl eftir að hafa komist yfir. Stjörnur og skúrkar Ómar Björn Stefánsson fór á kostum í dag og skoraði tvö mörk. Ómar skoraði þriðja mark Skagamanna tæplega mínútu eftir að Afturelding minnkaði muninn. Seinna mark Ómars var ansi laglegt og þetta var þriðja markið hans eftir síðasta landsleikjahlé. Rúnar Már Sigurjónsson var með ansi öflugar spyrnur sem skilaði tveimur stoðsendingum. Arnór Gauti Ragnarsson fékk tækifærið sem framherji í staðinn fyrir Benjamin Stokke sem byrjaði á bekknum. Arnór fékk þó nokkur færi til að skora en fór illa að ráði sínu og var að lokum tekinn af velli á 55. mínútu og þessi taktíska breyting hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, gekk engan veginn upp. Dómarinn Arnar Þór Stefánsson dæmdi leik dagsins. Sigurpáll Melberg Pálsson, leikmaður Aftureldingar, var heppinn að fjúka ekki út af þegar hann tók Viktor Jónsson niður sem aftasti maður en fékk gult spjald. Fyrir utan þetta eina atvik var leikurinn vel dæmdur og þetta atvik hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Á þessum tíma árs eru leikir sem spilaðir eru á grasi á afar óhentugum tíma. Leikurinn í dag byrjaði klukkan korter í fimm að degi til. Þrátt fyrir það hentu Skagamenn í veglegt fanzone og Norðurál bauð öllum sem mættu í gulu frítt á völlinn. 1236 manns mættu á leikinn sem telst ansi gott miðað við aðstæður. „Situr mikið í mér að við fengum þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir 3-1 tap gegn ÍA. „Mér fannst leikurinn nokkuð jafn. Mér fannst leikurinn í jafnvægi en það sem drepur leikinn fyrir okkur var að við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum sem var óásættanlegt. Við höfum verið góðir að verjast föstum leikatriðum í sumar og þetta var úr karakter,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik. Magnús gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og það vakti athygli að Benjamin Stokke var á varamannabekknum. Aðspurður út í þær breytingar fannst Magnúsi það ekki hafa mikil áhrif. „Þetta var liðið sem byrjaði í dag og svo komu aðrir inn á. Mér fannst það ganga vel og við gerðum fína hluti í dag og það situr mikið í mér að við fengum þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum.“ Síðasti sigur Aftureldingar kom gegn ÍBV þann 23. júní og Afturelding er í neðsta sæti deildarinnar farandi inn í síðustu fimm leiki mótsins. „Þetta eru jafnir leikir sem við höfum verið í og það er lygilegt að við höfum ekki unnið neitt af þessum leikjum miðað við frammistöðu. Við þurfum að halda áfram að gera réttu hlutina og bæta hluti eins og mörkin sem við fengum á okkur í dag og mæta klárir í næsta leik,“ sagði Magnús Már að lokum. Besta deild karla ÍA Afturelding
ÍA vann 3-1 sigur gegn Aftureldingu í botnslag og fór upp fyrir Aftureldingu í töflunni. Ómar Björn Stefánsson fór á kostum í liði Skagamanna og gerði tvö mörk. Gestirnir úr Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og fengu færi á upphafs mínútunum. Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, var á tánum og varði vel þau skot sem komu á hann. Hættulegustu færi Aftureldingar komu upp úr föstum leikatriðum en Mosfellingar voru klaufar fyrir framan markið. Eftir hálftíma leik tóku Skagamenn við sér og tóku yfir leikinn. Ómar Björn Stefánsson fékk færi þar sem skyndisókn heimamanna endaði með að Ómar Björn komst einn á móti Jökli Andréssyni, markverði Aftureldingar, en skaut framhjá. Stuttu síðar fékk Haukur Andri Haraldsson dauðafæri eftir darraðardans þar sem Jökull var ekki á milli stanganna en margar rauðar treyjur fyrir framan markið og skot Hauks fór framhjá. Orrahríð ÍA að marki Aftureldingar hélt áfram og gestirnir björguðu næst á línu. Heimamenn brutu ísinn á 39. mínútu þegar Rúnar Már Sigurjónsson átti fyrirgjöf beint á Ómar Björn sem skoraði af stuttu færi og kom ÍA verðskuldað yfir. Heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Það voru aðeins átta mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Viktor Jónsson bætti við öðru marki ÍA. Rúnar Már tók aukaspyrnu sem hann teiknaði beint á kollinn á Viktori sem skallaði boltann í gagnstætt horn og skoraði. Gestirnir minnkuðu muninn þegar þrjár mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma. Aketchi Luc-Martin Kassi skoraði mark Aftureldingar en tæplega mínútu síðar skoraði Ómar Björn þriðja mark ÍA þar sem hann vann boltann á miðjum velli og átti þrumuskot í fjærhornið sem Jökull átti ekki möguleika á að verja. Niðurstaða 3-1 sigur Skagamanna. Atvik leiksins Eftir að heimamenn höfðu klikkað á urmul af færum braut Ómar Björn Stefánsson ísinn og Skagamenn litu aldrei um öxl eftir að hafa komist yfir. Stjörnur og skúrkar Ómar Björn Stefánsson fór á kostum í dag og skoraði tvö mörk. Ómar skoraði þriðja mark Skagamanna tæplega mínútu eftir að Afturelding minnkaði muninn. Seinna mark Ómars var ansi laglegt og þetta var þriðja markið hans eftir síðasta landsleikjahlé. Rúnar Már Sigurjónsson var með ansi öflugar spyrnur sem skilaði tveimur stoðsendingum. Arnór Gauti Ragnarsson fékk tækifærið sem framherji í staðinn fyrir Benjamin Stokke sem byrjaði á bekknum. Arnór fékk þó nokkur færi til að skora en fór illa að ráði sínu og var að lokum tekinn af velli á 55. mínútu og þessi taktíska breyting hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, gekk engan veginn upp. Dómarinn Arnar Þór Stefánsson dæmdi leik dagsins. Sigurpáll Melberg Pálsson, leikmaður Aftureldingar, var heppinn að fjúka ekki út af þegar hann tók Viktor Jónsson niður sem aftasti maður en fékk gult spjald. Fyrir utan þetta eina atvik var leikurinn vel dæmdur og þetta atvik hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Á þessum tíma árs eru leikir sem spilaðir eru á grasi á afar óhentugum tíma. Leikurinn í dag byrjaði klukkan korter í fimm að degi til. Þrátt fyrir það hentu Skagamenn í veglegt fanzone og Norðurál bauð öllum sem mættu í gulu frítt á völlinn. 1236 manns mættu á leikinn sem telst ansi gott miðað við aðstæður. „Situr mikið í mér að við fengum þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir 3-1 tap gegn ÍA. „Mér fannst leikurinn nokkuð jafn. Mér fannst leikurinn í jafnvægi en það sem drepur leikinn fyrir okkur var að við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum sem var óásættanlegt. Við höfum verið góðir að verjast föstum leikatriðum í sumar og þetta var úr karakter,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik. Magnús gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og það vakti athygli að Benjamin Stokke var á varamannabekknum. Aðspurður út í þær breytingar fannst Magnúsi það ekki hafa mikil áhrif. „Þetta var liðið sem byrjaði í dag og svo komu aðrir inn á. Mér fannst það ganga vel og við gerðum fína hluti í dag og það situr mikið í mér að við fengum þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum.“ Síðasti sigur Aftureldingar kom gegn ÍBV þann 23. júní og Afturelding er í neðsta sæti deildarinnar farandi inn í síðustu fimm leiki mótsins. „Þetta eru jafnir leikir sem við höfum verið í og það er lygilegt að við höfum ekki unnið neitt af þessum leikjum miðað við frammistöðu. Við þurfum að halda áfram að gera réttu hlutina og bæta hluti eins og mörkin sem við fengum á okkur í dag og mæta klárir í næsta leik,“ sagði Magnús Már að lokum.