Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2025 23:02 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira