Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2025 15:30 Kristrún Frostadóttir (f.m.) með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, (t.v) og Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, (t.h.) í Kaupmannahöfn í dag. Forsetaembætti Úkraínu Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum. Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Leiðtogar svonefndra NB8-ríkja hittu Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda NB8-hópinn. Kristún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi út eftir fundinn að alger eining hefði verið um það að halda stuðningnum við Úkraínu áfram og að auka hann enn frekar. Brýnt væri að auka þrýstingin á Rússa, til dæmis með þvingunaraðgerðum. „Við megum ekki gleyma því að á meðan við ræðum forsendur fyrir friði halda Rússar áfram stríðsrekstri sínum með eldflauga- og drónaárásum á almenna borgara og borgaralega innviði,“ hefur ráðuneytið eftir Kristrúnu. Tengir hún stuðninginn við Úkraínu beint við öryggi Íslands. „Þessi staða er ótæk með öllu. Jafnvel þótt stríðið virðist mörgum fjarlægt þá er stuðningur okkar við Úkraínu beintengdur öryggishagsmunum Íslands, á meðan ógnin frá Rússlandi er jafn viðvarandi og raun ber vitni,“ segir forsætisráðherra. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu leiðtogarnir ljóst að Vladímír Pútín Rússlandsforseti vildi ekki frið en að úkraínsk stjórnvöld hefðu sýnt samningsvilja. Langtímaógn stafaði af Rússlandi, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur fyrir öryggi Evrópu og Evró-Atlantshafssvæðisins. Þeir sögðust ætla að stefna að auknum stuðningi við Úkraínu. Brýnt væri að hraða flutningi á vopnum, skotfærum og loftvarnarkerfum.
Öryggis- og varnarmál Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira