„Stórsigur fyrir réttlæti“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. ágúst 2025 12:46 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, talskona Stígamóta segir dóma Mannréttindadómstóls Evrópu vera stórsigur fyrir réttlæti og gagnvart vinnubrögðum lögreglu. Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Árið 2020 auglýstu Stígamót eftir fólki sem var tilbúið til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna þess að mál þeirra höfðu verið felld niður eftir oft langa rannsókn lögreglu. Níu konur ákváðu að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstólsins fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Skömmu síðar féllst dómstóllinn að taka mál þeirra fyrir og dómur liggur nú fyrir í tveimur þeirra. Konurnar níu eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu. Fram kom í tilkynningu frá kvenna- og jafnréttissamtökum að mál þeirra sýndu hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ennþá sama hlutfall sem kærir Drífa segir dóma Mannréttindadómstóls vera fagnaðarefni. Hlutfall skjólstæðinga Stígamóta, sem kæra heimilsofbeldi, sé þó ennþá í kringum 10% og hafi ekki breyst í 35 ár þegar Stígamót hófu göngu sína og hóf að safna þessum gögnum, þrátt fyrir allar kerfisbreytingar. „Þrátt fyrir allar breytingar á lögum og verklagi þá treysta konur sér ennþá ekki í þá vegferð að kæra ofbeldi. Þessir dómar sem féllu í gær er stórsigur yfir vinnubrögðum lögreglunnar og réttlæti. Þetta snýst um fyrningarfrest. Þetta snýst um hvað lögreglan er lengi að vinna málin og þá sérstaklega að taka sakborninga, gerendur, í skýrslutöku. Einnig hversu lítið tillit er tekið til sönnunargagna svo sem áfallastreituröskunar og afleiðingar af ofbeldi.“ Munu þessir dómar breyta einhverju? „Við gerum að sjálfsögðu þá kröfu um það. Það er stórmál að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi íslenska ríkið fyrir svona brot. Við gerum ráð fyrir að þetta breyti einhverju. Varðandi fyrningafrest í málum eins og ofbeldi í nánum samböndum þá vitum við að mjög oft þá fara þolendur, oftast konur, ekki beint til lögreglu heldur líður einhver tími þar til þær fara úr sambandinu þangað til þær kæra. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. Það er búið að breyta lögum og það er búið að fjölga í lögreglunni. Við hjá Stígamótum sjáum þó ennþá að kerfinu er ekki treyst. Ennþá er jafn lítið hlutfall sem kærir. Við vitum að lögregla mætti vera töluvert skilvirkari. Það er ennþá mjög erfitt ferli fyrir brotaþola að fara opinberu kæruleiðina sem hika við það. Kerfið veitir ekki brotaþolum kynbundins og kynferðislegs ofbeldis það réttlæti sem við sem samfélag skuldum þeim.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Kynbundið ofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“