Innlent

Kjara­við­ræður Sinfó „stefni í rétta átt“

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vísir/Vilhelm

Formaður Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar segir kjaraviðræður félagsins við ríkið stefna í rétta átt. Í byrjun sumars flosnaði upp úr viðræðunum sem eru hafnar á ný.

„Viðræður hófust aftur eftir sumarfrí, það var fundur í þarsíðustu viku og þessi settur niður,“ segir Sigurður Bjarki Gunnarsson, formaður Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar, í samtali við fréttastofu.

Hann segist ekki ætla að lýsa neinu yfir fyrr en fyrirhuguðum fundi er lokið en er samt sem áður jákvæður. Hann segir því ólíklegt að hljóðfæraleikararnir þurfi að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir eins og fyrirhugað var í byrjun sumars.

„Það er enn verið að reyna leysa þar sem hnífurinn stóð í kúnni,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×