„Við vorum skíthræddir“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:21 Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni í dag. vísir/Diego „Þetta var skelfileg frammistaða, fyrri hálfleikur var sérstaklega skelfilegur en við vorum skárri í þeim seinni en það breytir því ekki að við áttum ekkert skilið í dag,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson eftir 2-0 á móti KA á Akureyri í dag. „Við vorum skíthræddir og þorðum ekki að spila fótbolta. Við fórum ekki í baráttuna, við fáum ekki eina hornspyrnu í fyrri hálfleik og eigum varla skot á mark. Stubbur í markinu þarf nánast ekki að gera neitt. Við vorum bara litlir í okkur og hræddir við að koma hingað. Við vorum gjörsamlega yfirspilaðir í fyrri hálfleik.“ Rúnar var þá spurður hvað væri að valda þessari frammistöðu. „Hræðsla við eitthvað sem ég veit ekki hvað er, ef ég hefði vitað fyrir fram að við ætluðum að vera svona hræddir í þessum leik að þá hefði ég reynt að laga það. Ég sagði við strákana áðan að ég tapaði þessum leik jafn mikið og þeir, við verðum allir að taka þetta á okkur. Við komum ekki nógu vel undirbúnir, ég taldi okkur samt vera það en andlegi þátturinn greinilega ekki nógu sterkur hjá okkur. Eins og ég segi menn voru bara skíthræddir, þorðu ekki að hafa boltann, þorðu ekki að færa hann hratt og svo þegar við fórum í pressu að þá var engin ákefð og engin trú í því. Menn voru bara fara í menn af því þeim fannst þeir þurfa að gera það þar að leiðandi voru bara risasvæði útum allt í vörninni okkar og inn á miðsvæðinu sem KA menn nýttu.“ Fram hefur ekki unnið leik síðan 5. júlí síðastliðinn, þeir gerðu þrjú jafntefli í leikjunum á eftir sigurleiknum og síðan hafa þeir tapað þremur í röð. „Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að vinna í að bæta og laga. Í síðasta leik á móti KR áttum við mjög góða frammistöðu sem hefði átt að duga til meira en ekkert. Leikirnir þar á undan á móti Vestra og Stjörnunni voru leikir þar sem við spilum mjög vel en fáum lítið út úr sem er skelfileg niðurstaða. Við erum að spila fínan fótbolta og gera góða hluti, það er samt mikilvægt að verja markið sitt og að nýta færin sín. Það eru hlutir sem við höfum kannski gert illa í leiknum á Ísafirði og hér en í hinum gerðum við það vel. Við fengum mark á móti Stjörnunni eftir langt innkast og markið á móti KR er úr aukaspyrnu. Við þurfum bara að fá alla þætti til að vinna saman í einum og sama leiknum og þá getum við unnið fótboltaleik, þetta þarf að breytast hratt hjá okkur.“ Fram er nú í sjöunda sæti og eru fjórum stigum frá fallsæti. Deildin er samt afskaplega jöfn og einn sigurleikur hjá liðum getur breytt stöðunni hratt. „Við vissum það fyrir leikinn að við erum í fallbaráttu en á sama tíma vorum við í baráttu fyrir þennan leik að koma okkur inn í topp sex. Það er öruglega einhver möguleiki á því ennþá en við verðum að horfast í augu við það að við erum líka í fallbaráttu. Þetta snýst um að sleikja sárin, kíkja á þennan leik aftur og sjá hvað fór úrskeiðist og hvað við getum gert betu, litið á þetta heilstætt og finna lausnir.“ Besta deild karla KA Fram Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
„Við vorum skíthræddir og þorðum ekki að spila fótbolta. Við fórum ekki í baráttuna, við fáum ekki eina hornspyrnu í fyrri hálfleik og eigum varla skot á mark. Stubbur í markinu þarf nánast ekki að gera neitt. Við vorum bara litlir í okkur og hræddir við að koma hingað. Við vorum gjörsamlega yfirspilaðir í fyrri hálfleik.“ Rúnar var þá spurður hvað væri að valda þessari frammistöðu. „Hræðsla við eitthvað sem ég veit ekki hvað er, ef ég hefði vitað fyrir fram að við ætluðum að vera svona hræddir í þessum leik að þá hefði ég reynt að laga það. Ég sagði við strákana áðan að ég tapaði þessum leik jafn mikið og þeir, við verðum allir að taka þetta á okkur. Við komum ekki nógu vel undirbúnir, ég taldi okkur samt vera það en andlegi þátturinn greinilega ekki nógu sterkur hjá okkur. Eins og ég segi menn voru bara skíthræddir, þorðu ekki að hafa boltann, þorðu ekki að færa hann hratt og svo þegar við fórum í pressu að þá var engin ákefð og engin trú í því. Menn voru bara fara í menn af því þeim fannst þeir þurfa að gera það þar að leiðandi voru bara risasvæði útum allt í vörninni okkar og inn á miðsvæðinu sem KA menn nýttu.“ Fram hefur ekki unnið leik síðan 5. júlí síðastliðinn, þeir gerðu þrjú jafntefli í leikjunum á eftir sigurleiknum og síðan hafa þeir tapað þremur í röð. „Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að vinna í að bæta og laga. Í síðasta leik á móti KR áttum við mjög góða frammistöðu sem hefði átt að duga til meira en ekkert. Leikirnir þar á undan á móti Vestra og Stjörnunni voru leikir þar sem við spilum mjög vel en fáum lítið út úr sem er skelfileg niðurstaða. Við erum að spila fínan fótbolta og gera góða hluti, það er samt mikilvægt að verja markið sitt og að nýta færin sín. Það eru hlutir sem við höfum kannski gert illa í leiknum á Ísafirði og hér en í hinum gerðum við það vel. Við fengum mark á móti Stjörnunni eftir langt innkast og markið á móti KR er úr aukaspyrnu. Við þurfum bara að fá alla þætti til að vinna saman í einum og sama leiknum og þá getum við unnið fótboltaleik, þetta þarf að breytast hratt hjá okkur.“ Fram er nú í sjöunda sæti og eru fjórum stigum frá fallsæti. Deildin er samt afskaplega jöfn og einn sigurleikur hjá liðum getur breytt stöðunni hratt. „Við vissum það fyrir leikinn að við erum í fallbaráttu en á sama tíma vorum við í baráttu fyrir þennan leik að koma okkur inn í topp sex. Það er öruglega einhver möguleiki á því ennþá en við verðum að horfast í augu við það að við erum líka í fallbaráttu. Þetta snýst um að sleikja sárin, kíkja á þennan leik aftur og sjá hvað fór úrskeiðist og hvað við getum gert betu, litið á þetta heilstætt og finna lausnir.“
Besta deild karla KA Fram Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira