„Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 09:40 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, ræddi við varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna í lok júlí um Epstein-málið, hlut hennar í því og tengsl Trump við Epstein. Getty/Jared Siskin Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamaður og samverkakona Jeffrey Epstein, segist aldrei hafa séð Donald Trump hegða sér ósæmilega og segir Epstein-skjölin ekki til. Þetta kemur fram í afriti sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti af viðtali sem var tekið við Maxwell í júli. Dómsmálaráðuneytið birti afritið og hljóðupptökur úr viðtalinu sem Todd Blanche, varadómsmálaráðherra, tók við Maxwell yfir tveggja daga tímabil, 24. og 25. júlí. Blanche greindi frá því á X (Twitter) í gær að efnið hefði verið birt „í þágu gagnsæis“ og birti hlekki á gögnin. Búið er að afmá hluta úr textanum, sem ráðuneytið segir vera nöfn fórnarlamba. Sjá einnig: Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Fórnarlömb Epstein og fjölskyldur þeirra mótmæltu viðtalinu af ótta við að hún myndi gera einhvers konar samkomulag við Trump og segði hvað sem væri til að vernda hann. Maxwell fékk takmarkað friðhelgi gegn því að hún talaði um sakamál sitt en ráðuneytið segist ekki hafa lofað henni neinu í skiptum fyrir vitnisburðinn, samkvæmt afritinu sem var gefið út. „Mikilvægasti hluti þessa samkomulags er að þetta er ekki samstarfssamningur, sem þýðir að með því að hitta okkur í dag, þá erum við bara að hittast,“ sagði Blanche við Maxwell. Maxwell, sem er 63 ára, átti í rómantísku sambandi með Jeffrey Epstein og vann náið með honum yfir tveggja áratuga tímabil frá tíunda áratugnum og fram á dauðadag hans. Maxwell var árið 2022 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Epstein lést í fangaklefa árið 2019 meðan hann beið réttarhalda í mansalsmáli. Opinber dánarorsök hans var sjálfsvíg en margir telja maðk hafa verið í mysunni og honum verið ráðinn bani. Forsetinn aldrei óviðeigandi og kannast ekki við kúnnalistann Maxwell sagði í viðtalinu í júlí að hún hefði aldrei séð Donald Trump Bandaríkjaforseta gera nokkuð ósæmilegt og jós hann hrósi. „Ég sá forsetann í rauninni aldrei í nokkurs konar nuddaðstæðum. Ég varð aldrei vitni að forsetanum í neinum óviðeigandi aðstæðum á nokkurn hátt. Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn,“ sagði Maxwell Hún greindi hins vegar frá sambandi Trump og Epstein sem hefði þróast yfir margra ára bil. „Ég veit ekki hvernig þeir kynntust og ég veit ekki hvernig þeir urðu vinir. Ég sá þá sannarlega saman og ég man eftir skiptunum sem ég fylgdist með þeim, þeir voru vinalegir hvor við annan. Ég meina, þeir virtust vinalegir,“ sagði hún. „Ég held þeir hafi verið vinalegir eins og fólk er á mannamótum. Ég held... ég held þeir hafi ekki verið nánir vinir eða ég sá vissulega forsetann aldrei í neinum... ég man ekki eftir að hafa séð hann í húsinu, til dæmis,“ sagði Maxwell um Trump og Epstein. Maxwell sagði jafnframt við Blanche að henni væri ekki kunnugt um meintan „kúnnalista“ Epstein. Kom „agalega vel saman“ við Bill Clinton Maxwell var einnig spurð náið út í samband Epstein við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ferðaðist mörgum sinnum með flugvél Epstein og hefur, líkt og Trump, neitað því að hafa gert nokkuð af sér eða að hafa vitað af glæpsamlegri hegðun. „Clinton forseta líkaði vel við mig og okkur kom agalega vel saman. En ég sá aldrei þá hlýju eða þá... þá hlýju, eða hvernig sem þú vilt lýsa því, gagnvart herra Epstein,“ sagði Maxwell um samskipti Clinton við Epstein. Sjá einnig: Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Maxwell sagðist einnig ekki muna eftir því að Trump hefði verið í fimmtíu ára afmælisbók Epstein, sem hún setti saman. Dagblaðið The Wall Street Journal greindi frá því í júlí að eitt bréfanna í bókinni hefði verið merkt Trump en forsetinn hefur neitað því og höfðaði málsókn á hendur blaðinu þar sem hann sakaði það um ærumeiðingar. „Það var ekkert frá Trump forseta,“ ítrekaði Maxwell um afmælisbókina. Eftir viðtalið við dómsmálaráðuneytið var Maxwell flutt úr alríkisfangelsi í Flórída í lágmarksöryggisfangelsi í Texas. Hvorki lögmaður hennar né fangelsismálastofnun Bandaríkjanna gátu útskýrt ástæðuna fyrir flutningnum sem hefur leitt til mikillar gagnrýni. Dave Aronberg, fyrrverandi ríkislögmaður í Palm Beach-sýslu, sagði við CNN að með birtingu afritsins væri Trump „að fá það sem hann vill“ úr viðtalinu. Þar komi fram að hann hafi ekkert gert rangt og þannig sé hægt að lægja pólitíska storminn sem hefur skapast í kringum Epstein-skjölin upp á síðkastið. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið birti afritið og hljóðupptökur úr viðtalinu sem Todd Blanche, varadómsmálaráðherra, tók við Maxwell yfir tveggja daga tímabil, 24. og 25. júlí. Blanche greindi frá því á X (Twitter) í gær að efnið hefði verið birt „í þágu gagnsæis“ og birti hlekki á gögnin. Búið er að afmá hluta úr textanum, sem ráðuneytið segir vera nöfn fórnarlamba. Sjá einnig: Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Fórnarlömb Epstein og fjölskyldur þeirra mótmæltu viðtalinu af ótta við að hún myndi gera einhvers konar samkomulag við Trump og segði hvað sem væri til að vernda hann. Maxwell fékk takmarkað friðhelgi gegn því að hún talaði um sakamál sitt en ráðuneytið segist ekki hafa lofað henni neinu í skiptum fyrir vitnisburðinn, samkvæmt afritinu sem var gefið út. „Mikilvægasti hluti þessa samkomulags er að þetta er ekki samstarfssamningur, sem þýðir að með því að hitta okkur í dag, þá erum við bara að hittast,“ sagði Blanche við Maxwell. Maxwell, sem er 63 ára, átti í rómantísku sambandi með Jeffrey Epstein og vann náið með honum yfir tveggja áratuga tímabil frá tíunda áratugnum og fram á dauðadag hans. Maxwell var árið 2022 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Epstein lést í fangaklefa árið 2019 meðan hann beið réttarhalda í mansalsmáli. Opinber dánarorsök hans var sjálfsvíg en margir telja maðk hafa verið í mysunni og honum verið ráðinn bani. Forsetinn aldrei óviðeigandi og kannast ekki við kúnnalistann Maxwell sagði í viðtalinu í júlí að hún hefði aldrei séð Donald Trump Bandaríkjaforseta gera nokkuð ósæmilegt og jós hann hrósi. „Ég sá forsetann í rauninni aldrei í nokkurs konar nuddaðstæðum. Ég varð aldrei vitni að forsetanum í neinum óviðeigandi aðstæðum á nokkurn hátt. Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn,“ sagði Maxwell Hún greindi hins vegar frá sambandi Trump og Epstein sem hefði þróast yfir margra ára bil. „Ég veit ekki hvernig þeir kynntust og ég veit ekki hvernig þeir urðu vinir. Ég sá þá sannarlega saman og ég man eftir skiptunum sem ég fylgdist með þeim, þeir voru vinalegir hvor við annan. Ég meina, þeir virtust vinalegir,“ sagði hún. „Ég held þeir hafi verið vinalegir eins og fólk er á mannamótum. Ég held... ég held þeir hafi ekki verið nánir vinir eða ég sá vissulega forsetann aldrei í neinum... ég man ekki eftir að hafa séð hann í húsinu, til dæmis,“ sagði Maxwell um Trump og Epstein. Maxwell sagði jafnframt við Blanche að henni væri ekki kunnugt um meintan „kúnnalista“ Epstein. Kom „agalega vel saman“ við Bill Clinton Maxwell var einnig spurð náið út í samband Epstein við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ferðaðist mörgum sinnum með flugvél Epstein og hefur, líkt og Trump, neitað því að hafa gert nokkuð af sér eða að hafa vitað af glæpsamlegri hegðun. „Clinton forseta líkaði vel við mig og okkur kom agalega vel saman. En ég sá aldrei þá hlýju eða þá... þá hlýju, eða hvernig sem þú vilt lýsa því, gagnvart herra Epstein,“ sagði Maxwell um samskipti Clinton við Epstein. Sjá einnig: Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Maxwell sagðist einnig ekki muna eftir því að Trump hefði verið í fimmtíu ára afmælisbók Epstein, sem hún setti saman. Dagblaðið The Wall Street Journal greindi frá því í júlí að eitt bréfanna í bókinni hefði verið merkt Trump en forsetinn hefur neitað því og höfðaði málsókn á hendur blaðinu þar sem hann sakaði það um ærumeiðingar. „Það var ekkert frá Trump forseta,“ ítrekaði Maxwell um afmælisbókina. Eftir viðtalið við dómsmálaráðuneytið var Maxwell flutt úr alríkisfangelsi í Flórída í lágmarksöryggisfangelsi í Texas. Hvorki lögmaður hennar né fangelsismálastofnun Bandaríkjanna gátu útskýrt ástæðuna fyrir flutningnum sem hefur leitt til mikillar gagnrýni. Dave Aronberg, fyrrverandi ríkislögmaður í Palm Beach-sýslu, sagði við CNN að með birtingu afritsins væri Trump „að fá það sem hann vill“ úr viðtalinu. Þar komi fram að hann hafi ekkert gert rangt og þannig sé hægt að lægja pólitíska storminn sem hefur skapast í kringum Epstein-skjölin upp á síðkastið.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira