Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:31 Íslandsmethafinn Hlynur Andrésson gefur hlaupurum heilráð. vísir Rúmlega fimmtán þúsund manns munu reima á sig hlaupaskóna og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Vísir ræddi við Íslandsmethafann í maraþoni um það helsta sem hlauparar þurfa að hafa í huga á morgun. Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjá meira
Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjá meira
„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu