Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:31 Íslandsmethafinn Hlynur Andrésson gefur hlaupurum heilráð. vísir Rúmlega fimmtán þúsund manns munu reima á sig hlaupaskóna og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Vísir ræddi við Íslandsmethafann í maraþoni um það helsta sem hlauparar þurfa að hafa í huga á morgun. Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Sjá meira
Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Sjá meira
„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01