Sport

Venus úr leik í Washington

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Venus Williams átti ekki möguleika gegn þeirri pólsku og var ansi oft svekkt meðan á leik stóð.
Venus Williams átti ekki möguleika gegn þeirri pólsku og var ansi oft svekkt meðan á leik stóð. vísir/getty

Endurkomu Venus Williams á tennisvöllinn er lokið eftir tap gegn pólskum andstæðingi á Washington Open.

Magdalena Frech vann auðveldan sigur, 6-2 og 6-2, gegn Venus í sextán manna úrslitunum.

Williams er 45 ára gömul og varð með sigri í mótinu næstelsta konan til þess að vinna leik á atvinnumótaröðinni.

Hún snéri til baka á eigin forsendum og verður áhugavert að sjá hvort hún ætli sér að halda áfram en margt bendir til þess.

Hún reyndi að fá systur sína, Serenu, til þess að taka spaðann sömuleiðis úr hillunni en Serena var ekki til í það. Þær systur voru óstöðvandi í tvíliðaleiknum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×