„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Agnar Már Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2025 12:35 Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. Vísir/Vésteinn Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira