„Þetta var bara byrjunin“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2025 15:45 Fjölmenn mótmæli voru haldin vegna ákvörðunar UEFA um að banna Crystal Palace að taka þátt í Evrópudeildinni. Sebastian Frej/Getty Images Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja. UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins. Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins.
Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira