Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2025 15:00 Lyndon B. Johnson heimsótti Ísland haustið 1963, en þá var hann varaforseti Bandaríkjanna. Tveimur mánuðum síðar tók hann við embætti Bandaríkjaforseta eftir morðið á John F. Kennedy. Getty Ástæða þess að nafn Íslendings var að finna á eins konar válista bandarísku leyniþjónustunnar árið 1970 virðist hafa verið sú að þessi Íslendingur hafði óvart mætt með hríðskotabyssu þegar varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland nokkrum árum áður. Vísir greindi frá því fyrr í sumar að nafn Harðar heitins Jónssonar, Skagamanns sem fæddist 1937 og lést árið 2010, væri að finna á lista CIA frá árinu 1970. Leyniþjónustumenn voru þá beiðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi þáverandi Bandaríkjaforseta, Richard Nixon, í aðdraganda Evrópuheimsóknar hans. Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari,“ segir á umræddum lista sem birtist tvisvar í umræddum Kennedy-gögnum, en um var að ræða tvö ljósrit af sama skjali. Í frétt Vísis sagði að ekki lægi fyrir hvers vegna Hörður var á þessum lista. Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. „Rólegheitakarl“ sæm ætlaði með byssuna í viðgerð Í kjölfarið skrifaði Haraldur Bjarnason, Skagamaður og fyrrverandi blaðamaður, færslu á Facebook þar sem hann benti á að ekki væri undarlegt að nafn Harðar væri á þessum lista. Ástæðan væri sú að þegar Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í október 1963 var Hörður skammt frá Stjórnarráðshúsinu, þar sem varaforsetinn var staddur, með hríðskotabyssu í fórum sínum. Það mun þó hafa verið tilviljun að Hörður var með byssuna meðferðis á sama tíma og Johnson var skammt frá. Þess má geta að rétt rúmum tveimur mánuðum eftir Íslandsheimsókn Johnsons var John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skotinn til bana. Það varð til þess að Johnson tók við embættinu. Haraldur segir að Hörður hafi verið „rólegheitakarl“ og á leið með byssuna í viðgerð til byssusmiðs. „Það var bara tímasetningin sem var óheppileg.“ Bjarni heitinn Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra og Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, í Washington-borg árið 1964.Getty Guðmundur Vésteinsson, fyrrverandi bæjarstjórnarfulltrúi á Akranesi, bætti við frásögn Haraldar í athugasemdakerfinu. Hörður hafi sumarið í aðdraganda heimsóknarinnar verið ráðinn sem „veiðibjöllubani“ hjá Akranesbæ. Það hafi verið gert til að stemma í stigum við mikla fjölgun máva við Akranes „Herði var fengið viðeigandi vopn til verksins af hendi bæjarins. Árangurinn þótti frekar takmarkaður og mun vopninu hafa verið kennt um . Að aflokinni vertíð fór Hörður með það til höfuðborgarinnar til viðgerðar en þegar þangað kom varð sú hindrun á vegi hans sem um getur í frásögninni. Var hann færður á lögreglustöðina og látin gera grein fyrir erindi sínu sem og hann gerði. Var síðan haft samband við bæjarstjórann á Akranesi, Björgvin Sæmundsson, sem meðtók hin óvæntu tíðindi og varð að vonum mikið um. Ekki fer sögum af frekari afleiðingum öðrum en þeim að þessi starfsemi lagðist af með það sama og hefur ekki verið stofnað til hennar að nýju!“ skrifaði Guðmundur. Hrækti reyndar á fánann Fjallað var um uppákomuna í fjölmiðlum hér á landi daginn eftir, en þar var Hörður ekki nafngreindur, en fram kom að hann hefði verið handtekinn og væri enn í haldi lögreglu. Í Morgunblaðinu sagði að maðurinn hefði hagað sér undarlega í nánd við bíl Johnsons og í Alþýðublaðinu sagði að um „geðsjúkling“ væri að ræða. Blöðin voru uppfull af fréttum um heimsókn Lyndons B. Johnson þann 17.9.63. Fréttin um vélbyssuna rataði á baksíður blaðana.Tímarit.is Ítarlegasta fréttin um málið var í Vísi, og fellur hún jafnframt best að lýsingum Haraldar og Guðmundar. Í umfjöllun Vísis var greint frá því að byssan sem Hörður hafði verið með hefði verið í vörslu lögreglunnar á Akranesi frá stríðsárunum. Hún mun hafa fundist í flaki bandarískrar herflugvélar sem fórst þegar hún rakst í Akrafjall. Hörður hafi svo fengið byssuna að láni, líkt og Guðmundur sagði, þegar hann starfaði fyrir kaupstaðinn við að skjóta veiðibjöllu. Umræddan dag hafi hann verið á leið með byssuna í viðgerð og átt leið hjá Lækjartorgi um svipað leyti og varaforsetinn. Markmiðið hafi ekki verið að vinna honum mein. Þó kom fram í frétt Vísis að Hörður væri mjög mótfallinn dvöl bandaríska hersins á Íslandi. Hann hafi viljað sýna andúð sína í verki og hrækt á bandaríska fánann, sem hafi verið á bíl varaforsetans. Frétt Vísis þann 17. október 1963 var svohljóðandi: Í gær handtók lögreglan hér í borg mann á Lækjartorgi, sem var þar á ferli með hríðskotabyssu í poka um sama leyti og Lyndon B. Johnson varaforseti Bandaríkjanna kom í heimsókn í Stjórnarráðsbygginguna. Lögreglunni þótti framkoma manns þessa á ýmsan hátt undarleg, en þegar hann varð hennar vör tók hann á rás með poka sinn, en náðist og var fluttur í fangageymsluna. Þar gisti hann í nótt, en í morgun tók Sveinn Sæmundsson af honum skýrslu og fer sú skýrsla í aðalatriðum hér á eftir: Viðkomandi maður er til heimilis á Akranesi, fæddur 1937. Hann kveðst hafa fengið hríðskotabyssuna í láni hjá lögreglunni á Akranesi 5. sept. sl. ásamt einu skoti. Hríðskotabyssan hefur verið í vörzlu Akreneslögreglunnar frá því á styrjaldarárunum er amerísk herflugvél rakst á Akrafjalli og fórst. Tilefnið til þess að maðurinn fór þess á leit að fá riffilinn lánaðan var það að hann hefur ásamt öðrum manni unnið á vegum bæjarstjórans á Akranesi að því að skjóta veiðibjöllu á Akrafjalli. Jafnframt þessu útrýmingarstarfi á veiðibjöllunni hefur hann einnig haft með höndum útrýmingu á ref og mink eftir því sem nú varð komið. Nú hafði maður þessi haft spurnir af því að lögreglan á Akranesi hafði í fórum sínum umrædda hríðskotabyssu og að hún drægi allt að þriggja mílna vegalengd. Taldi hann hana mjög heppilega til þess starfs sem hann hafði með höndum og fékk hana að láni í þeim tilgangi. Þar sem eitt skot nægði skyttunni ekki til stórra dáða brá hann sér til Reykjavíkur til skotfærakaupa og keypti hér skothylki fyrir samtals 1050 krónur, en hve mörg skothylki voru, sem hann fékk fyrir þá upphæð vissi hann ekki. Með skothylkin fór maðurinn upp að Kollslæk í Hálsasveit en þar hefur maðurinn unnið nokkra undanfarna daga og þar eru þau geymd. Nú taldi maðurinn sig hafa komizt að raun um það sem lögreglan a Akranesi hafði reyndar tjáð honum áður, að hríðskotabyssan flytti ekki alveg rétt. Orsökin lægi í því að sigtið að fram væri örlítið snúið. Til að ráða bót á þessu gerði maðurinn sér ferð til Reykjavíkur og kom hingað kl. 10 árdegis í gær með m.s. Akraborg. Kannaðist hann við mann í verzl. Goðaborg, sem gerði við sigti á byssum og ætlaði á fund hans. En áður en til þess kom fór hann ýmissa annarra erinda í bænum og þar kom að hann átti leið um Lækjartorg um svipað leyti og varaforseti Bandaríkjanna. Hríðskotabyssuna hafði hann þá meðferðis í poka. Ekki kvaðst hann á einn eða einn hátt hafa ætlað sér að nota byssuna til að gerða gegn varaforsetanum enda var hann skotlaus, hins vegar kvaðst hann vera í Æskulýðsfylkingunni á Akranesi og mjög mótfallinn dvöl bandaríska varnarliðsins hér á landi. Hann væri andstæðingur allra hernaðarframkvæmda og þess vegna hafi hann ekki getað stillt sig um að sýna andúð sína í verki þegar hann fékk tækifæri í gær til að hrækja á bandaríska fánann á bifreið varaforsetans fyrir framan Stjórnarráðshúsið á Lækjartorgi“. Á eftir ætlaði hann upp í Goðaborg með byssuna til að fá gert við hana, en að því búnu kvaðst hann hafa ætlað, ásamt öðrum hernámsandstæðingum, að Háskólabíói, til að láta í ljós andúð sína svo sem sönnum hernámsandstæðingi sómdi. Maður þessi er enn í gæzlu lögreglunnar. Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í sumar að nafn Harðar heitins Jónssonar, Skagamanns sem fæddist 1937 og lést árið 2010, væri að finna á lista CIA frá árinu 1970. Leyniþjónustumenn voru þá beiðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi þáverandi Bandaríkjaforseta, Richard Nixon, í aðdraganda Evrópuheimsóknar hans. Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari,“ segir á umræddum lista sem birtist tvisvar í umræddum Kennedy-gögnum, en um var að ræða tvö ljósrit af sama skjali. Í frétt Vísis sagði að ekki lægi fyrir hvers vegna Hörður var á þessum lista. Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. „Rólegheitakarl“ sæm ætlaði með byssuna í viðgerð Í kjölfarið skrifaði Haraldur Bjarnason, Skagamaður og fyrrverandi blaðamaður, færslu á Facebook þar sem hann benti á að ekki væri undarlegt að nafn Harðar væri á þessum lista. Ástæðan væri sú að þegar Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í október 1963 var Hörður skammt frá Stjórnarráðshúsinu, þar sem varaforsetinn var staddur, með hríðskotabyssu í fórum sínum. Það mun þó hafa verið tilviljun að Hörður var með byssuna meðferðis á sama tíma og Johnson var skammt frá. Þess má geta að rétt rúmum tveimur mánuðum eftir Íslandsheimsókn Johnsons var John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skotinn til bana. Það varð til þess að Johnson tók við embættinu. Haraldur segir að Hörður hafi verið „rólegheitakarl“ og á leið með byssuna í viðgerð til byssusmiðs. „Það var bara tímasetningin sem var óheppileg.“ Bjarni heitinn Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra og Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, í Washington-borg árið 1964.Getty Guðmundur Vésteinsson, fyrrverandi bæjarstjórnarfulltrúi á Akranesi, bætti við frásögn Haraldar í athugasemdakerfinu. Hörður hafi sumarið í aðdraganda heimsóknarinnar verið ráðinn sem „veiðibjöllubani“ hjá Akranesbæ. Það hafi verið gert til að stemma í stigum við mikla fjölgun máva við Akranes „Herði var fengið viðeigandi vopn til verksins af hendi bæjarins. Árangurinn þótti frekar takmarkaður og mun vopninu hafa verið kennt um . Að aflokinni vertíð fór Hörður með það til höfuðborgarinnar til viðgerðar en þegar þangað kom varð sú hindrun á vegi hans sem um getur í frásögninni. Var hann færður á lögreglustöðina og látin gera grein fyrir erindi sínu sem og hann gerði. Var síðan haft samband við bæjarstjórann á Akranesi, Björgvin Sæmundsson, sem meðtók hin óvæntu tíðindi og varð að vonum mikið um. Ekki fer sögum af frekari afleiðingum öðrum en þeim að þessi starfsemi lagðist af með það sama og hefur ekki verið stofnað til hennar að nýju!“ skrifaði Guðmundur. Hrækti reyndar á fánann Fjallað var um uppákomuna í fjölmiðlum hér á landi daginn eftir, en þar var Hörður ekki nafngreindur, en fram kom að hann hefði verið handtekinn og væri enn í haldi lögreglu. Í Morgunblaðinu sagði að maðurinn hefði hagað sér undarlega í nánd við bíl Johnsons og í Alþýðublaðinu sagði að um „geðsjúkling“ væri að ræða. Blöðin voru uppfull af fréttum um heimsókn Lyndons B. Johnson þann 17.9.63. Fréttin um vélbyssuna rataði á baksíður blaðana.Tímarit.is Ítarlegasta fréttin um málið var í Vísi, og fellur hún jafnframt best að lýsingum Haraldar og Guðmundar. Í umfjöllun Vísis var greint frá því að byssan sem Hörður hafði verið með hefði verið í vörslu lögreglunnar á Akranesi frá stríðsárunum. Hún mun hafa fundist í flaki bandarískrar herflugvélar sem fórst þegar hún rakst í Akrafjall. Hörður hafi svo fengið byssuna að láni, líkt og Guðmundur sagði, þegar hann starfaði fyrir kaupstaðinn við að skjóta veiðibjöllu. Umræddan dag hafi hann verið á leið með byssuna í viðgerð og átt leið hjá Lækjartorgi um svipað leyti og varaforsetinn. Markmiðið hafi ekki verið að vinna honum mein. Þó kom fram í frétt Vísis að Hörður væri mjög mótfallinn dvöl bandaríska hersins á Íslandi. Hann hafi viljað sýna andúð sína í verki og hrækt á bandaríska fánann, sem hafi verið á bíl varaforsetans. Frétt Vísis þann 17. október 1963 var svohljóðandi: Í gær handtók lögreglan hér í borg mann á Lækjartorgi, sem var þar á ferli með hríðskotabyssu í poka um sama leyti og Lyndon B. Johnson varaforseti Bandaríkjanna kom í heimsókn í Stjórnarráðsbygginguna. Lögreglunni þótti framkoma manns þessa á ýmsan hátt undarleg, en þegar hann varð hennar vör tók hann á rás með poka sinn, en náðist og var fluttur í fangageymsluna. Þar gisti hann í nótt, en í morgun tók Sveinn Sæmundsson af honum skýrslu og fer sú skýrsla í aðalatriðum hér á eftir: Viðkomandi maður er til heimilis á Akranesi, fæddur 1937. Hann kveðst hafa fengið hríðskotabyssuna í láni hjá lögreglunni á Akranesi 5. sept. sl. ásamt einu skoti. Hríðskotabyssan hefur verið í vörzlu Akreneslögreglunnar frá því á styrjaldarárunum er amerísk herflugvél rakst á Akrafjalli og fórst. Tilefnið til þess að maðurinn fór þess á leit að fá riffilinn lánaðan var það að hann hefur ásamt öðrum manni unnið á vegum bæjarstjórans á Akranesi að því að skjóta veiðibjöllu á Akrafjalli. Jafnframt þessu útrýmingarstarfi á veiðibjöllunni hefur hann einnig haft með höndum útrýmingu á ref og mink eftir því sem nú varð komið. Nú hafði maður þessi haft spurnir af því að lögreglan á Akranesi hafði í fórum sínum umrædda hríðskotabyssu og að hún drægi allt að þriggja mílna vegalengd. Taldi hann hana mjög heppilega til þess starfs sem hann hafði með höndum og fékk hana að láni í þeim tilgangi. Þar sem eitt skot nægði skyttunni ekki til stórra dáða brá hann sér til Reykjavíkur til skotfærakaupa og keypti hér skothylki fyrir samtals 1050 krónur, en hve mörg skothylki voru, sem hann fékk fyrir þá upphæð vissi hann ekki. Með skothylkin fór maðurinn upp að Kollslæk í Hálsasveit en þar hefur maðurinn unnið nokkra undanfarna daga og þar eru þau geymd. Nú taldi maðurinn sig hafa komizt að raun um það sem lögreglan a Akranesi hafði reyndar tjáð honum áður, að hríðskotabyssan flytti ekki alveg rétt. Orsökin lægi í því að sigtið að fram væri örlítið snúið. Til að ráða bót á þessu gerði maðurinn sér ferð til Reykjavíkur og kom hingað kl. 10 árdegis í gær með m.s. Akraborg. Kannaðist hann við mann í verzl. Goðaborg, sem gerði við sigti á byssum og ætlaði á fund hans. En áður en til þess kom fór hann ýmissa annarra erinda í bænum og þar kom að hann átti leið um Lækjartorg um svipað leyti og varaforseti Bandaríkjanna. Hríðskotabyssuna hafði hann þá meðferðis í poka. Ekki kvaðst hann á einn eða einn hátt hafa ætlað sér að nota byssuna til að gerða gegn varaforsetanum enda var hann skotlaus, hins vegar kvaðst hann vera í Æskulýðsfylkingunni á Akranesi og mjög mótfallinn dvöl bandaríska varnarliðsins hér á landi. Hann væri andstæðingur allra hernaðarframkvæmda og þess vegna hafi hann ekki getað stillt sig um að sýna andúð sína í verki þegar hann fékk tækifæri í gær til að hrækja á bandaríska fánann á bifreið varaforsetans fyrir framan Stjórnarráðshúsið á Lækjartorgi“. Á eftir ætlaði hann upp í Goðaborg með byssuna til að fá gert við hana, en að því búnu kvaðst hann hafa ætlað, ásamt öðrum hernámsandstæðingum, að Háskólabíói, til að láta í ljós andúð sína svo sem sönnum hernámsandstæðingi sómdi. Maður þessi er enn í gæzlu lögreglunnar.
Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels