Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 08:06 Anna Heiða Baldursdóttir, sérfræðingur í rannsóknum á Landbúnaðarsafni Íslands og sýningarstjóri sýningarinnar á Hvanneyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri Borgarbyggð Menning Lax Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri
Borgarbyggð Menning Lax Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira