Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2025 11:57 Lögreglustjórinn krafðist þess að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi þangað til að unnt verður að reyna aftur að flytja hann til Grikklands. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. júní og staðfestur af Landsrétti í gær. Þar segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum, hefði í greinargerð lýst atvikum sem svo að maðurinn hefði lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi þann 2. mars 2022. Með ákvörðun Útlendingastofnunar, dagsettri þann 23. maí 2022, hefði verið hafnað að taka umsókn mannsins til efnismeðferðar þar sem hann hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Ákvörðun Útlendingastofnunnar hefði verið staðfest af Kærunefnd útlendingamála með úrskurði nefndarinnar þann 15. ágúst 2022. Lét ekki ná í sig Heimferða-og fylgdadeild ríkislögreglustjóra hefði borist beiðni frá Útlendingastofnun, þann 29. ágúst 2022, um að framkvæma ákvörðun stofnunarinnar um að flytja manninn til Grikklands. Þann 14. september 2022 hefði lögregla hitt manninn á dvalarstað og hann verið upplýstur um að honum yrði fylgt til Grikklands á næstu tveimur vikum. Þegar hefði komið að því að fylgja honum til Grikklands hefði hann yfirgefið dvalarstað sinn og ekki látið ná í sig og hann hefði þá verið eftirlýstur af lögreglu. Þann 11. júní þessa árs hefði maðurinn verið handtekinn vegna eftirlýsingar lögreglu og honum birt ákvörðun um tilkynningaskyldu alla virka daga í 28 daga, sem hann hefði sinnt. Þann 24. júní hefði maðurinn verið handtekinn vegna fyrirhugaðrar fylgdar til Grikklands þann 25. júní síðastliðinn. Of veikur en kvartaði ekki eftir að flutningi var frestað Ferðin hefði hafist með flugi til ótilgreinds staðar, þar sem millilent hefði verið á leið til lokaáfangastaðar. Þegar þangað var komið hefði maðurinn neitað að fara um borð í seinna flugið og sagst vera of veikur. Þannig hefði hann gert lögreglu ómögulegt annað en að bíða með fylgdina. Því hefði verið ákveðið að bíða þar sem millilent var og reyna aftur daginn eftir. „Varnaraðili kvartaði ekki undan veikindum eftir að fylgdinni var slegið á frest. Kom varnaraðili sér aftur hjá því að fara um borð í vélina daginn eftir með því að láta sig falla niður stiga á flugvellinum sem leiddi til þess að ekki var hægt að framkvæma fylgd.“ Því hefði verið ákveðið að snúa aftur til íslands með manninn, þar sem hann hefði verið handtekinn og færður í fangaklefa. Sanngjörn ráðstöfun Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt því sem fram komi í greinargerð með kröfu lögreglustjóra og fyrirliggjandi gögnum liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun mannsin frá landinu, sem unnið sé að framkvæmd á. Því verði á það fallist með lögreglustjóra að uppfyllt séu skilyrði laga um útlendinga fyrir því að manninum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og að önnur og vægari úrræði séu eins og hér stendur á ekki tæk. Þá þyki eins og atvikum er háttað ekki vera um ósanngjarna ráðstöfun að ræða. Maðurinn sæti því gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. júlí klukkan 16. Hælisleitendur Lögreglumál Grikkland Dómsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. júní og staðfestur af Landsrétti í gær. Þar segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum, hefði í greinargerð lýst atvikum sem svo að maðurinn hefði lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi þann 2. mars 2022. Með ákvörðun Útlendingastofnunar, dagsettri þann 23. maí 2022, hefði verið hafnað að taka umsókn mannsins til efnismeðferðar þar sem hann hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Ákvörðun Útlendingastofnunnar hefði verið staðfest af Kærunefnd útlendingamála með úrskurði nefndarinnar þann 15. ágúst 2022. Lét ekki ná í sig Heimferða-og fylgdadeild ríkislögreglustjóra hefði borist beiðni frá Útlendingastofnun, þann 29. ágúst 2022, um að framkvæma ákvörðun stofnunarinnar um að flytja manninn til Grikklands. Þann 14. september 2022 hefði lögregla hitt manninn á dvalarstað og hann verið upplýstur um að honum yrði fylgt til Grikklands á næstu tveimur vikum. Þegar hefði komið að því að fylgja honum til Grikklands hefði hann yfirgefið dvalarstað sinn og ekki látið ná í sig og hann hefði þá verið eftirlýstur af lögreglu. Þann 11. júní þessa árs hefði maðurinn verið handtekinn vegna eftirlýsingar lögreglu og honum birt ákvörðun um tilkynningaskyldu alla virka daga í 28 daga, sem hann hefði sinnt. Þann 24. júní hefði maðurinn verið handtekinn vegna fyrirhugaðrar fylgdar til Grikklands þann 25. júní síðastliðinn. Of veikur en kvartaði ekki eftir að flutningi var frestað Ferðin hefði hafist með flugi til ótilgreinds staðar, þar sem millilent hefði verið á leið til lokaáfangastaðar. Þegar þangað var komið hefði maðurinn neitað að fara um borð í seinna flugið og sagst vera of veikur. Þannig hefði hann gert lögreglu ómögulegt annað en að bíða með fylgdina. Því hefði verið ákveðið að bíða þar sem millilent var og reyna aftur daginn eftir. „Varnaraðili kvartaði ekki undan veikindum eftir að fylgdinni var slegið á frest. Kom varnaraðili sér aftur hjá því að fara um borð í vélina daginn eftir með því að láta sig falla niður stiga á flugvellinum sem leiddi til þess að ekki var hægt að framkvæma fylgd.“ Því hefði verið ákveðið að snúa aftur til íslands með manninn, þar sem hann hefði verið handtekinn og færður í fangaklefa. Sanngjörn ráðstöfun Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt því sem fram komi í greinargerð með kröfu lögreglustjóra og fyrirliggjandi gögnum liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun mannsin frá landinu, sem unnið sé að framkvæmd á. Því verði á það fallist með lögreglustjóra að uppfyllt séu skilyrði laga um útlendinga fyrir því að manninum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og að önnur og vægari úrræði séu eins og hér stendur á ekki tæk. Þá þyki eins og atvikum er háttað ekki vera um ósanngjarna ráðstöfun að ræða. Maðurinn sæti því gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. júlí klukkan 16.
Hælisleitendur Lögreglumál Grikkland Dómsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira