Betri vegir, fleiri lögreglumenn og hægt að komast í meðferð á sumrin Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. júní 2025 07:00 Fyrir viku síðan var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga. Í því felast stór pólitísk skilaboð. Með frumvarpinu eru nefnilega rúmlega 5,2 milljarðar króna settir í nokkur af lykilmálum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar ber fyrst að nefna þriggja milljarða króna viðbótarframlag til að takast á við ástand þjóðvega á Íslandi þar sem megináhersla verður á vegaumbætur á Vesturlandi. Þessi málaflokkur hefur verið verulega fjársveltur í tíð síðustu ríkisstjórnar með alvarlegum afleiðingum. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði í viðtali fyrr á þessu ári að það þyrfti um 20 milljarða króna í grunnfjárveitingu vegna viðhalds en þau hafi ekki fengið meira en tæplega 13 milljarða króna. Þessu ætlar ríkisstjórnin að mæta með ofangreindum bráðaaðgerðum og með því að bæta sjö milljörðum króna við viðhald og þjónustu á vegakerfinu strax á næsta ári. Það er svipuð upphæð og væntar árlegar viðbótatekjur vegna leiðréttra veiðigjalda. Árið 2028 verður sú upphæð sem fer í viðhaldið komin upp í níu milljarða króna auk þess sem ríkisstjórnin ætlar að koma á fót innviðafélagi sem mun sjá um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda, svo sem vegna jarðganga og sambærilegra flýtiframkvæmda. Ekki veitir af, enda innviðaskuld í vegakerfinu metin á 265 til 290 milljarða króna. Lögreglumönnum fjölgað og viðbragðstími styttur Í öðru lagi verða 625 milljónir króna settar í löggæslu. Uppistaðan af þeirri upphæð, alls 545 milljónir króna á þessu ári, fara í að fjölga lögreglumönnum enda yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að fjölga þeim um 50 stöðugildi. Varanlegar fjárheimildir til að standa undir þessari fjölgun voru svo kynntar í fjármálaætlun fyrr á þessu ári. Fyrirhugað er að fjölga lögreglumönnum hjá öllum embættum lögreglu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veitir af. Í fyrravor voru að jafnaði 20 almennir lögreglumenn að störfum á hverjum degi á höfuðborgarsvæðinu. Það er sami fjöldi og var eingöngu í Reykjavík árið 2007. Íbúum á svæðinu hefur á sama tíma fjölgað um vel yfir 50 þúsund, auk þess sem fjöldi ferðamanna hefur farið úr því að vera nokkur hundruð þúsund í að telja yfir tvær milljónir á ári. Með fjölguninni er líka horft til þess að hægt verði að stytta viðbragðstíma lögreglu, sérstaklega hjá embættum á landsbyggðinni. Til viðbótar á að setja um 80 milljóna króna framlag til að unnt verði að ljúka nýliðanámskeiði sérsveitar ríkislögreglustjóra. Um 50 lögreglumenn hafa unnið að undirbúningi þessarar þjálfunar og fjármagnið tryggir að þeir sem metnir hafa verið hæfir geti lokið námskeiðinu. Meðferð við fíkn tryggð á sumrin Í þriðja lagi verða veittar 350 milljónir króna í eflingu meðferðarúrræða vegna fíknivanda. Það þýðir á mannamáli að bið eftir meðferð mun styttast, það mun ekki koma til sumarlokana hjá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík auk þess sem göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítala verða styrktar. Ofan á þetta allt munu ýmis skaðaminnkandi úrræði verða styrkt. Þá verða framlög til varnarmála aukin um 1,1 milljarð króna í ár. Í frumvarpinu segir skýrt að framlagið sé hluti af frekari fjárhagslegum stuðningi af hálfu Íslands við Úkraínu vegna áframhaldandi stríðsátaka í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og ákvarðanir sem teknar voru á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í júlí 2024, eða fyrir tæpu ári síðan. Fjármunir verða svo settir í varaleið í gegnum gervihnetti ef sæstengir rofna, í aukna nýtingu gervigreindar, í að setja á fót stöðugildi hagsmunafulltrúa aldraðra og 25 milljónir króna fara í að styrkja þá sem vilja skapa umræðuvettvang um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ekki bara viljayfirlýsingar og skóflustungur Fjármagnið er meðal annars sótt í mótvægisaðgerðir upp á 4,1 milljarð króna, enda lykilstefnumál hjá sitjandi ríkisstjórn að fara vel með opinbert fé. Stærstu upphæðirnar þar falla til vegna uppfærðra áætlana um útgreiðslur úr Orkusjóði, sem hafa verið minni en gert var ráð fyrir, og vegna lægri útgjalda vegna atvinnuleysisbóta. Einnig er gert ráð fyrir að hliðra fjárfestingarframlögum þar sem töf hefur orðið á upphafi nokkurra fjárfestingarverkefna. Á þetta hafa nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn hengt sig með óforskömmuðum hætti. Síðasta ríkisstjórn var mikið fyrir það að klippa á borða, stinga niður skóflu og lofa alls konar fyrir marga. Viljayfirlýsingar voru hennar leið til að sefa áhyggjur og mæta þrýstingi þegar fyrir lá að ekkert samkomulag var á milli þeirra flokka sem stóðu að stjórninni um hvernig verkefnin yrðu fjármögnuð. Tími loftkastala liðinn og tíma verka runninn upp Þetta var búið sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við. Alls kyns verkefni sem búið var að lofa en voru, að minnsta kosti að hluta, ófjármögnuð eða ekki að fullu skipulögð. Á meðal slíkra verkefna eru bygging nýrrar Þjóðarhallar fyrir inniíþróttir, bygging nýs fangelsis og uppbygging verknámsskóla í fjórum sveitarfélögum, sem viljayfirlýsingar og samningar voru gerðir um í tíð síðustu ríkisstjórnar án þess að búið væri að tryggja fjármagn í verkefnin. Ríkisstjórnin ætlar að standa við öll þessi verkefni, samhliða því að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Fjármagn í þau verður tryggt með ábyrgum hætti og samkvæmt raunhæfum áætlunum. Tími loftkastala sem eru einungis til í viljayfirlýsingum er liðinn. Hér mun rísa glæsileg Þjóðarhöll, nýtt fangelsi sem mun umbylta þeim málaflokki á landinu og viðbætur við þá framhaldsskóla sem hafa fengið vilyrði þar um til að sinna auknu verknámi. Það liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir voru ekki allar komnar á það stig að þörf sé á að setja allt það fjármagn sem ætlað var í verkefnin í ár. Þess vegna var fjárheimildum hliðrað milli ára. Þær fjárheimildir eru þó áfram til staðar og verða nýttar strax og mögulegt er. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Fíkn Lögreglan Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga. Í því felast stór pólitísk skilaboð. Með frumvarpinu eru nefnilega rúmlega 5,2 milljarðar króna settir í nokkur af lykilmálum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar ber fyrst að nefna þriggja milljarða króna viðbótarframlag til að takast á við ástand þjóðvega á Íslandi þar sem megináhersla verður á vegaumbætur á Vesturlandi. Þessi málaflokkur hefur verið verulega fjársveltur í tíð síðustu ríkisstjórnar með alvarlegum afleiðingum. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði í viðtali fyrr á þessu ári að það þyrfti um 20 milljarða króna í grunnfjárveitingu vegna viðhalds en þau hafi ekki fengið meira en tæplega 13 milljarða króna. Þessu ætlar ríkisstjórnin að mæta með ofangreindum bráðaaðgerðum og með því að bæta sjö milljörðum króna við viðhald og þjónustu á vegakerfinu strax á næsta ári. Það er svipuð upphæð og væntar árlegar viðbótatekjur vegna leiðréttra veiðigjalda. Árið 2028 verður sú upphæð sem fer í viðhaldið komin upp í níu milljarða króna auk þess sem ríkisstjórnin ætlar að koma á fót innviðafélagi sem mun sjá um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda, svo sem vegna jarðganga og sambærilegra flýtiframkvæmda. Ekki veitir af, enda innviðaskuld í vegakerfinu metin á 265 til 290 milljarða króna. Lögreglumönnum fjölgað og viðbragðstími styttur Í öðru lagi verða 625 milljónir króna settar í löggæslu. Uppistaðan af þeirri upphæð, alls 545 milljónir króna á þessu ári, fara í að fjölga lögreglumönnum enda yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að fjölga þeim um 50 stöðugildi. Varanlegar fjárheimildir til að standa undir þessari fjölgun voru svo kynntar í fjármálaætlun fyrr á þessu ári. Fyrirhugað er að fjölga lögreglumönnum hjá öllum embættum lögreglu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veitir af. Í fyrravor voru að jafnaði 20 almennir lögreglumenn að störfum á hverjum degi á höfuðborgarsvæðinu. Það er sami fjöldi og var eingöngu í Reykjavík árið 2007. Íbúum á svæðinu hefur á sama tíma fjölgað um vel yfir 50 þúsund, auk þess sem fjöldi ferðamanna hefur farið úr því að vera nokkur hundruð þúsund í að telja yfir tvær milljónir á ári. Með fjölguninni er líka horft til þess að hægt verði að stytta viðbragðstíma lögreglu, sérstaklega hjá embættum á landsbyggðinni. Til viðbótar á að setja um 80 milljóna króna framlag til að unnt verði að ljúka nýliðanámskeiði sérsveitar ríkislögreglustjóra. Um 50 lögreglumenn hafa unnið að undirbúningi þessarar þjálfunar og fjármagnið tryggir að þeir sem metnir hafa verið hæfir geti lokið námskeiðinu. Meðferð við fíkn tryggð á sumrin Í þriðja lagi verða veittar 350 milljónir króna í eflingu meðferðarúrræða vegna fíknivanda. Það þýðir á mannamáli að bið eftir meðferð mun styttast, það mun ekki koma til sumarlokana hjá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík auk þess sem göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítala verða styrktar. Ofan á þetta allt munu ýmis skaðaminnkandi úrræði verða styrkt. Þá verða framlög til varnarmála aukin um 1,1 milljarð króna í ár. Í frumvarpinu segir skýrt að framlagið sé hluti af frekari fjárhagslegum stuðningi af hálfu Íslands við Úkraínu vegna áframhaldandi stríðsátaka í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og ákvarðanir sem teknar voru á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í júlí 2024, eða fyrir tæpu ári síðan. Fjármunir verða svo settir í varaleið í gegnum gervihnetti ef sæstengir rofna, í aukna nýtingu gervigreindar, í að setja á fót stöðugildi hagsmunafulltrúa aldraðra og 25 milljónir króna fara í að styrkja þá sem vilja skapa umræðuvettvang um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ekki bara viljayfirlýsingar og skóflustungur Fjármagnið er meðal annars sótt í mótvægisaðgerðir upp á 4,1 milljarð króna, enda lykilstefnumál hjá sitjandi ríkisstjórn að fara vel með opinbert fé. Stærstu upphæðirnar þar falla til vegna uppfærðra áætlana um útgreiðslur úr Orkusjóði, sem hafa verið minni en gert var ráð fyrir, og vegna lægri útgjalda vegna atvinnuleysisbóta. Einnig er gert ráð fyrir að hliðra fjárfestingarframlögum þar sem töf hefur orðið á upphafi nokkurra fjárfestingarverkefna. Á þetta hafa nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn hengt sig með óforskömmuðum hætti. Síðasta ríkisstjórn var mikið fyrir það að klippa á borða, stinga niður skóflu og lofa alls konar fyrir marga. Viljayfirlýsingar voru hennar leið til að sefa áhyggjur og mæta þrýstingi þegar fyrir lá að ekkert samkomulag var á milli þeirra flokka sem stóðu að stjórninni um hvernig verkefnin yrðu fjármögnuð. Tími loftkastala liðinn og tíma verka runninn upp Þetta var búið sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við. Alls kyns verkefni sem búið var að lofa en voru, að minnsta kosti að hluta, ófjármögnuð eða ekki að fullu skipulögð. Á meðal slíkra verkefna eru bygging nýrrar Þjóðarhallar fyrir inniíþróttir, bygging nýs fangelsis og uppbygging verknámsskóla í fjórum sveitarfélögum, sem viljayfirlýsingar og samningar voru gerðir um í tíð síðustu ríkisstjórnar án þess að búið væri að tryggja fjármagn í verkefnin. Ríkisstjórnin ætlar að standa við öll þessi verkefni, samhliða því að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Fjármagn í þau verður tryggt með ábyrgum hætti og samkvæmt raunhæfum áætlunum. Tími loftkastala sem eru einungis til í viljayfirlýsingum er liðinn. Hér mun rísa glæsileg Þjóðarhöll, nýtt fangelsi sem mun umbylta þeim málaflokki á landinu og viðbætur við þá framhaldsskóla sem hafa fengið vilyrði þar um til að sinna auknu verknámi. Það liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir voru ekki allar komnar á það stig að þörf sé á að setja allt það fjármagn sem ætlað var í verkefnin í ár. Þess vegna var fjárheimildum hliðrað milli ára. Þær fjárheimildir eru þó áfram til staðar og verða nýttar strax og mögulegt er. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun