Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 07:01 Tækniframfarir síðustu ára hafa verið gífurlegar. Margar þessara nýjunga hafa verið til góða en þær hafa einnig skapað ný rými þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni fær að þrífast óáreitt í skjóli nafnleyndar og refsileysis. Nærri tvær af hverjum þremur konum í heiminum hafa orðið fyrir stafrænu kynbundnu ofbeldi. Konur og stúlkur sem búa við fjölþætta mismunun, t.d. vegna aldurs, fötlunar, kynþáttar, kynhneigðar eða kynvitundar eru líklegri til að verða fyrir stafrænu ofbeldi og áreitni.Stafrænu ofbeldi hefur einnig verið beitt með markvissum hætti til að þagga niður í konum í stjórnmálum, baráttukonum og femínistum. Löggjöf um stafrænt ofbeldi í ríkjum Evrópu nær ekki að halda í við þær öru breytingar sem eiga sér stað á stafrænum miðlum, og eru í raun alltaf skrefi á eftir. Mörg Evrópuríki hafa viðurkennt að stafrænt ofbeldi er ekki aðeins mannréttindabrot, heldur lýðheilsuvandi sem þarf að taka á. Þrátt fyrir þetta eru viðbrögð við stafrænu ofbeldi brotakennd. Vörn frekar en forvörn. En stafrænt ofbeldi er vandi sem ekki er hægt að leysa með löggjöfinni einni saman. Þetta er samfélagslegt mein sem þarf að uppræta í sameiningu. Vaxandi vandi meðal ungmenna Skýrsla á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sem fjallar um stafrænt einelti meðal ungmenna og kom út árið 2024, leiddi í ljós að 1 af hverjum 6 ungmennum í Evrópu hefur upplifað stafrænt einelti (15%). Fimmtán prósent drengja sögðust hafa orðið fyrir stafrænu einelti og sextán prósent stúlkna. Í ljós kom að drengir eru mun líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi gegn þolanda eineltis, en stúlkur eru líklegri til að nýta stafræna miðla til að ná til þolanda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur því áherslu á að viðbrögð og forvarnir við einelti meðal ungmenna taki mið af kyni, ef forvarnirnar eigi að skila árangri. Vegna tækniframfara, nær stafrænt ofbeldi út fyrir skólalóðina og inn fyrir veggi heimilisins. Tíðni þess meðal ungmenna hefur stóraukist og það er orðið grófara: Falsað myndefni, cybergossip og upplognir orðrómar sem dreifast hratt um stafræna miðla og á milli ungmenna, félagsleg útilokun, hunsun (ghosting), neikvæðar athugasemdir um útlit einstaklinga og “dogpiling”. Hugtakið “dogpiling” kemur úr bandarískum ruðningi og á við um þegar leikmenn hrúgast ofan á þann sem er með boltann, í þeim tilgangi að stöðva sókn hans. Á netinu er hugtakið notað til þess að lýsa því þegar einstaklingar, oft með skipulögðum hætti, hrúga neikvæðum og grófum athugasemdum á einn tiltekinn aðila. Það veldur þolanda gríðarlegum skaða. Vekur upp hræðslu, kvíða, streitu, þunglyndi, vonleysi og sjálfsvígshugsunum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, eyða ungmenni að meðaltali um 6 klukkustundum á dag á netinu (e. online). Evrópusambandið segir ungmenni nýta tvo til fimm samfélagsmiðla daglega til að eiga í samskiptum við jafnaldra sína. Þar sem ungmenni eyða sífellt meiri tíma á stafrænum miðlum og inni í stafrænum rýmum hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að efla fræðslu, forvarnir og lög, svo hægt sé að stuðla að heilbrigðum stafrænum samskiptum og auka stafrænt læsi ungmenna og öryggi þeirra. Því er gríðarlega mikilvægt að foreldrar og forráðamenn séu meðvituð um hætturnar. Hér eru nokkur ráð til foreldra um hvernig megi efla ungt fólk í notkun stafrænna miðla: Skapið öruggt og opið rými fyrir samtal þar sem barnið getur leitað til ykkar með áhyggjur sínar án þess að óttast refsingar eða skammir Útskýrið fyrir þeim eðlileg stafræn samskipti á milli einstaklinga og kennið þeim að setja mörk Ræðið stafræna miðla og stafræn rými við þau, kostina og hætturnar Útskýrið fyrir þeim að allt sem ratar á internetið lifi þar áfram um ókomna tíð, veltið upp spurningum um hvaða upplýsingar þau vilja að séu þar aðgengilegar og upplýsið þau með hvaða hætti tæknifyrirtæki safna upplýsingum og í hvaða tilgangi Ræðið stafrænt ofbeldi, ólík hugtök og ólíka miðla sem fólk notar til þess að beita stafrænu ofbeldi. Upplýsið þau um leiðir til að bregðast við og hvar megi sækja sér stuðning og aðstoð án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það Sýnið gott fordæmi í ykkar notkun á stafrænum miðlum og samskiptum á þeim Sýnið þeim áhuga, ræðið tölvuleikina sem þau spila og skoðið með þeim samskiptamiðlana sem þau stunda til að fá innsýn í það efni sem þeim birtist þar. Á TikTok er ungt fólk að mestu leyti neytandi, en ekki framleiðandi þess efnis sem þar er að finna. Megnið af því efni sem þar er að finna er framleitt af fullorðnum, fyrir fullorðna, en þau sem neyta efnisins eru að mestu börn og ungmenni, sem oft hafa ekki þroska til að vinna úr ofbeldis- eða hatursfullu efni sem það sér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Tækniframfarir síðustu ára hafa verið gífurlegar. Margar þessara nýjunga hafa verið til góða en þær hafa einnig skapað ný rými þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni fær að þrífast óáreitt í skjóli nafnleyndar og refsileysis. Nærri tvær af hverjum þremur konum í heiminum hafa orðið fyrir stafrænu kynbundnu ofbeldi. Konur og stúlkur sem búa við fjölþætta mismunun, t.d. vegna aldurs, fötlunar, kynþáttar, kynhneigðar eða kynvitundar eru líklegri til að verða fyrir stafrænu ofbeldi og áreitni.Stafrænu ofbeldi hefur einnig verið beitt með markvissum hætti til að þagga niður í konum í stjórnmálum, baráttukonum og femínistum. Löggjöf um stafrænt ofbeldi í ríkjum Evrópu nær ekki að halda í við þær öru breytingar sem eiga sér stað á stafrænum miðlum, og eru í raun alltaf skrefi á eftir. Mörg Evrópuríki hafa viðurkennt að stafrænt ofbeldi er ekki aðeins mannréttindabrot, heldur lýðheilsuvandi sem þarf að taka á. Þrátt fyrir þetta eru viðbrögð við stafrænu ofbeldi brotakennd. Vörn frekar en forvörn. En stafrænt ofbeldi er vandi sem ekki er hægt að leysa með löggjöfinni einni saman. Þetta er samfélagslegt mein sem þarf að uppræta í sameiningu. Vaxandi vandi meðal ungmenna Skýrsla á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sem fjallar um stafrænt einelti meðal ungmenna og kom út árið 2024, leiddi í ljós að 1 af hverjum 6 ungmennum í Evrópu hefur upplifað stafrænt einelti (15%). Fimmtán prósent drengja sögðust hafa orðið fyrir stafrænu einelti og sextán prósent stúlkna. Í ljós kom að drengir eru mun líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi gegn þolanda eineltis, en stúlkur eru líklegri til að nýta stafræna miðla til að ná til þolanda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur því áherslu á að viðbrögð og forvarnir við einelti meðal ungmenna taki mið af kyni, ef forvarnirnar eigi að skila árangri. Vegna tækniframfara, nær stafrænt ofbeldi út fyrir skólalóðina og inn fyrir veggi heimilisins. Tíðni þess meðal ungmenna hefur stóraukist og það er orðið grófara: Falsað myndefni, cybergossip og upplognir orðrómar sem dreifast hratt um stafræna miðla og á milli ungmenna, félagsleg útilokun, hunsun (ghosting), neikvæðar athugasemdir um útlit einstaklinga og “dogpiling”. Hugtakið “dogpiling” kemur úr bandarískum ruðningi og á við um þegar leikmenn hrúgast ofan á þann sem er með boltann, í þeim tilgangi að stöðva sókn hans. Á netinu er hugtakið notað til þess að lýsa því þegar einstaklingar, oft með skipulögðum hætti, hrúga neikvæðum og grófum athugasemdum á einn tiltekinn aðila. Það veldur þolanda gríðarlegum skaða. Vekur upp hræðslu, kvíða, streitu, þunglyndi, vonleysi og sjálfsvígshugsunum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, eyða ungmenni að meðaltali um 6 klukkustundum á dag á netinu (e. online). Evrópusambandið segir ungmenni nýta tvo til fimm samfélagsmiðla daglega til að eiga í samskiptum við jafnaldra sína. Þar sem ungmenni eyða sífellt meiri tíma á stafrænum miðlum og inni í stafrænum rýmum hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að efla fræðslu, forvarnir og lög, svo hægt sé að stuðla að heilbrigðum stafrænum samskiptum og auka stafrænt læsi ungmenna og öryggi þeirra. Því er gríðarlega mikilvægt að foreldrar og forráðamenn séu meðvituð um hætturnar. Hér eru nokkur ráð til foreldra um hvernig megi efla ungt fólk í notkun stafrænna miðla: Skapið öruggt og opið rými fyrir samtal þar sem barnið getur leitað til ykkar með áhyggjur sínar án þess að óttast refsingar eða skammir Útskýrið fyrir þeim eðlileg stafræn samskipti á milli einstaklinga og kennið þeim að setja mörk Ræðið stafræna miðla og stafræn rými við þau, kostina og hætturnar Útskýrið fyrir þeim að allt sem ratar á internetið lifi þar áfram um ókomna tíð, veltið upp spurningum um hvaða upplýsingar þau vilja að séu þar aðgengilegar og upplýsið þau með hvaða hætti tæknifyrirtæki safna upplýsingum og í hvaða tilgangi Ræðið stafrænt ofbeldi, ólík hugtök og ólíka miðla sem fólk notar til þess að beita stafrænu ofbeldi. Upplýsið þau um leiðir til að bregðast við og hvar megi sækja sér stuðning og aðstoð án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það Sýnið gott fordæmi í ykkar notkun á stafrænum miðlum og samskiptum á þeim Sýnið þeim áhuga, ræðið tölvuleikina sem þau spila og skoðið með þeim samskiptamiðlana sem þau stunda til að fá innsýn í það efni sem þeim birtist þar. Á TikTok er ungt fólk að mestu leyti neytandi, en ekki framleiðandi þess efnis sem þar er að finna. Megnið af því efni sem þar er að finna er framleitt af fullorðnum, fyrir fullorðna, en þau sem neyta efnisins eru að mestu börn og ungmenni, sem oft hafa ekki þroska til að vinna úr ofbeldis- eða hatursfullu efni sem það sér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun