Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 07:01 Tækniframfarir síðustu ára hafa verið gífurlegar. Margar þessara nýjunga hafa verið til góða en þær hafa einnig skapað ný rými þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni fær að þrífast óáreitt í skjóli nafnleyndar og refsileysis. Nærri tvær af hverjum þremur konum í heiminum hafa orðið fyrir stafrænu kynbundnu ofbeldi. Konur og stúlkur sem búa við fjölþætta mismunun, t.d. vegna aldurs, fötlunar, kynþáttar, kynhneigðar eða kynvitundar eru líklegri til að verða fyrir stafrænu ofbeldi og áreitni.Stafrænu ofbeldi hefur einnig verið beitt með markvissum hætti til að þagga niður í konum í stjórnmálum, baráttukonum og femínistum. Löggjöf um stafrænt ofbeldi í ríkjum Evrópu nær ekki að halda í við þær öru breytingar sem eiga sér stað á stafrænum miðlum, og eru í raun alltaf skrefi á eftir. Mörg Evrópuríki hafa viðurkennt að stafrænt ofbeldi er ekki aðeins mannréttindabrot, heldur lýðheilsuvandi sem þarf að taka á. Þrátt fyrir þetta eru viðbrögð við stafrænu ofbeldi brotakennd. Vörn frekar en forvörn. En stafrænt ofbeldi er vandi sem ekki er hægt að leysa með löggjöfinni einni saman. Þetta er samfélagslegt mein sem þarf að uppræta í sameiningu. Vaxandi vandi meðal ungmenna Skýrsla á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sem fjallar um stafrænt einelti meðal ungmenna og kom út árið 2024, leiddi í ljós að 1 af hverjum 6 ungmennum í Evrópu hefur upplifað stafrænt einelti (15%). Fimmtán prósent drengja sögðust hafa orðið fyrir stafrænu einelti og sextán prósent stúlkna. Í ljós kom að drengir eru mun líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi gegn þolanda eineltis, en stúlkur eru líklegri til að nýta stafræna miðla til að ná til þolanda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur því áherslu á að viðbrögð og forvarnir við einelti meðal ungmenna taki mið af kyni, ef forvarnirnar eigi að skila árangri. Vegna tækniframfara, nær stafrænt ofbeldi út fyrir skólalóðina og inn fyrir veggi heimilisins. Tíðni þess meðal ungmenna hefur stóraukist og það er orðið grófara: Falsað myndefni, cybergossip og upplognir orðrómar sem dreifast hratt um stafræna miðla og á milli ungmenna, félagsleg útilokun, hunsun (ghosting), neikvæðar athugasemdir um útlit einstaklinga og “dogpiling”. Hugtakið “dogpiling” kemur úr bandarískum ruðningi og á við um þegar leikmenn hrúgast ofan á þann sem er með boltann, í þeim tilgangi að stöðva sókn hans. Á netinu er hugtakið notað til þess að lýsa því þegar einstaklingar, oft með skipulögðum hætti, hrúga neikvæðum og grófum athugasemdum á einn tiltekinn aðila. Það veldur þolanda gríðarlegum skaða. Vekur upp hræðslu, kvíða, streitu, þunglyndi, vonleysi og sjálfsvígshugsunum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, eyða ungmenni að meðaltali um 6 klukkustundum á dag á netinu (e. online). Evrópusambandið segir ungmenni nýta tvo til fimm samfélagsmiðla daglega til að eiga í samskiptum við jafnaldra sína. Þar sem ungmenni eyða sífellt meiri tíma á stafrænum miðlum og inni í stafrænum rýmum hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að efla fræðslu, forvarnir og lög, svo hægt sé að stuðla að heilbrigðum stafrænum samskiptum og auka stafrænt læsi ungmenna og öryggi þeirra. Því er gríðarlega mikilvægt að foreldrar og forráðamenn séu meðvituð um hætturnar. Hér eru nokkur ráð til foreldra um hvernig megi efla ungt fólk í notkun stafrænna miðla: Skapið öruggt og opið rými fyrir samtal þar sem barnið getur leitað til ykkar með áhyggjur sínar án þess að óttast refsingar eða skammir Útskýrið fyrir þeim eðlileg stafræn samskipti á milli einstaklinga og kennið þeim að setja mörk Ræðið stafræna miðla og stafræn rými við þau, kostina og hætturnar Útskýrið fyrir þeim að allt sem ratar á internetið lifi þar áfram um ókomna tíð, veltið upp spurningum um hvaða upplýsingar þau vilja að séu þar aðgengilegar og upplýsið þau með hvaða hætti tæknifyrirtæki safna upplýsingum og í hvaða tilgangi Ræðið stafrænt ofbeldi, ólík hugtök og ólíka miðla sem fólk notar til þess að beita stafrænu ofbeldi. Upplýsið þau um leiðir til að bregðast við og hvar megi sækja sér stuðning og aðstoð án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það Sýnið gott fordæmi í ykkar notkun á stafrænum miðlum og samskiptum á þeim Sýnið þeim áhuga, ræðið tölvuleikina sem þau spila og skoðið með þeim samskiptamiðlana sem þau stunda til að fá innsýn í það efni sem þeim birtist þar. Á TikTok er ungt fólk að mestu leyti neytandi, en ekki framleiðandi þess efnis sem þar er að finna. Megnið af því efni sem þar er að finna er framleitt af fullorðnum, fyrir fullorðna, en þau sem neyta efnisins eru að mestu börn og ungmenni, sem oft hafa ekki þroska til að vinna úr ofbeldis- eða hatursfullu efni sem það sér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tækniframfarir síðustu ára hafa verið gífurlegar. Margar þessara nýjunga hafa verið til góða en þær hafa einnig skapað ný rými þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni fær að þrífast óáreitt í skjóli nafnleyndar og refsileysis. Nærri tvær af hverjum þremur konum í heiminum hafa orðið fyrir stafrænu kynbundnu ofbeldi. Konur og stúlkur sem búa við fjölþætta mismunun, t.d. vegna aldurs, fötlunar, kynþáttar, kynhneigðar eða kynvitundar eru líklegri til að verða fyrir stafrænu ofbeldi og áreitni.Stafrænu ofbeldi hefur einnig verið beitt með markvissum hætti til að þagga niður í konum í stjórnmálum, baráttukonum og femínistum. Löggjöf um stafrænt ofbeldi í ríkjum Evrópu nær ekki að halda í við þær öru breytingar sem eiga sér stað á stafrænum miðlum, og eru í raun alltaf skrefi á eftir. Mörg Evrópuríki hafa viðurkennt að stafrænt ofbeldi er ekki aðeins mannréttindabrot, heldur lýðheilsuvandi sem þarf að taka á. Þrátt fyrir þetta eru viðbrögð við stafrænu ofbeldi brotakennd. Vörn frekar en forvörn. En stafrænt ofbeldi er vandi sem ekki er hægt að leysa með löggjöfinni einni saman. Þetta er samfélagslegt mein sem þarf að uppræta í sameiningu. Vaxandi vandi meðal ungmenna Skýrsla á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sem fjallar um stafrænt einelti meðal ungmenna og kom út árið 2024, leiddi í ljós að 1 af hverjum 6 ungmennum í Evrópu hefur upplifað stafrænt einelti (15%). Fimmtán prósent drengja sögðust hafa orðið fyrir stafrænu einelti og sextán prósent stúlkna. Í ljós kom að drengir eru mun líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi gegn þolanda eineltis, en stúlkur eru líklegri til að nýta stafræna miðla til að ná til þolanda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur því áherslu á að viðbrögð og forvarnir við einelti meðal ungmenna taki mið af kyni, ef forvarnirnar eigi að skila árangri. Vegna tækniframfara, nær stafrænt ofbeldi út fyrir skólalóðina og inn fyrir veggi heimilisins. Tíðni þess meðal ungmenna hefur stóraukist og það er orðið grófara: Falsað myndefni, cybergossip og upplognir orðrómar sem dreifast hratt um stafræna miðla og á milli ungmenna, félagsleg útilokun, hunsun (ghosting), neikvæðar athugasemdir um útlit einstaklinga og “dogpiling”. Hugtakið “dogpiling” kemur úr bandarískum ruðningi og á við um þegar leikmenn hrúgast ofan á þann sem er með boltann, í þeim tilgangi að stöðva sókn hans. Á netinu er hugtakið notað til þess að lýsa því þegar einstaklingar, oft með skipulögðum hætti, hrúga neikvæðum og grófum athugasemdum á einn tiltekinn aðila. Það veldur þolanda gríðarlegum skaða. Vekur upp hræðslu, kvíða, streitu, þunglyndi, vonleysi og sjálfsvígshugsunum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, eyða ungmenni að meðaltali um 6 klukkustundum á dag á netinu (e. online). Evrópusambandið segir ungmenni nýta tvo til fimm samfélagsmiðla daglega til að eiga í samskiptum við jafnaldra sína. Þar sem ungmenni eyða sífellt meiri tíma á stafrænum miðlum og inni í stafrænum rýmum hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að efla fræðslu, forvarnir og lög, svo hægt sé að stuðla að heilbrigðum stafrænum samskiptum og auka stafrænt læsi ungmenna og öryggi þeirra. Því er gríðarlega mikilvægt að foreldrar og forráðamenn séu meðvituð um hætturnar. Hér eru nokkur ráð til foreldra um hvernig megi efla ungt fólk í notkun stafrænna miðla: Skapið öruggt og opið rými fyrir samtal þar sem barnið getur leitað til ykkar með áhyggjur sínar án þess að óttast refsingar eða skammir Útskýrið fyrir þeim eðlileg stafræn samskipti á milli einstaklinga og kennið þeim að setja mörk Ræðið stafræna miðla og stafræn rými við þau, kostina og hætturnar Útskýrið fyrir þeim að allt sem ratar á internetið lifi þar áfram um ókomna tíð, veltið upp spurningum um hvaða upplýsingar þau vilja að séu þar aðgengilegar og upplýsið þau með hvaða hætti tæknifyrirtæki safna upplýsingum og í hvaða tilgangi Ræðið stafrænt ofbeldi, ólík hugtök og ólíka miðla sem fólk notar til þess að beita stafrænu ofbeldi. Upplýsið þau um leiðir til að bregðast við og hvar megi sækja sér stuðning og aðstoð án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það Sýnið gott fordæmi í ykkar notkun á stafrænum miðlum og samskiptum á þeim Sýnið þeim áhuga, ræðið tölvuleikina sem þau spila og skoðið með þeim samskiptamiðlana sem þau stunda til að fá innsýn í það efni sem þeim birtist þar. Á TikTok er ungt fólk að mestu leyti neytandi, en ekki framleiðandi þess efnis sem þar er að finna. Megnið af því efni sem þar er að finna er framleitt af fullorðnum, fyrir fullorðna, en þau sem neyta efnisins eru að mestu börn og ungmenni, sem oft hafa ekki þroska til að vinna úr ofbeldis- eða hatursfullu efni sem það sér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun