Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir skrifa 25. nóvember 2025 09:00 Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar