Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2025 08:18 Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun