Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson skrifar 13. október 2016 12:31 Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun