Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar 25. nóvember 2025 08:02 „Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
„Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun