Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 14:46 Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga. Ég er nú þegar byrjuð að bregðast við þessum séríslensku reglum og er með fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári. Dæmi um séríslenska framkvæmd er hvernig við stöndum að fjölskyldusameiningum. Óskylt fólk í fjölskyldusameiningu Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið framkvæma DNA rannsókn á fólki áður en það fær veitt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þetta er er ekki í takt við hin Norðurlöndin. Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast. Þetta opnar á leiðir fyrir smyglara til að flytja t.d. börn ólöglega á milli landa. Oft leikur grunur á mansali, þó rannsaka þurfi málin betur til að fullyrða um það. Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar. Lausnin: Ísland gerir samning um DNA-sýnatökur erlendis Ég hef lagt þunga áherslu á að þessu verði kippt í lag. Nú er dómsmálaráðuneytið í samningsviðræðum við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt. Ég bind vonir við að skrifað verði undir þennan samning á næstu vikum. Viðreisn lætur verkin tala. Við greinum ekki bara vandann og bendum á hann. Við leysum málin líka. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hamskipti húsa Skoðun Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk Nýfréttamennska Jóhannes Loftsson Skoðun Forgangsröðun Hörður Ægisson Fastir pennar Veðmál forsetans Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var skýrsla starfshóps um dvalarleyfi kynnt. Hún ber heitið Ísland í örum vexti og margt áhugavert kemur fram í henni. Meðal annars er bent á 25 dæmi um misræmi við Norðurlöndin í lögum og framkvæmd okkar Íslendinga. Ég er nú þegar byrjuð að bregðast við þessum séríslensku reglum og er með fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári. Dæmi um séríslenska framkvæmd er hvernig við stöndum að fjölskyldusameiningum. Óskylt fólk í fjölskyldusameiningu Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið framkvæma DNA rannsókn á fólki áður en það fær veitt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þetta er er ekki í takt við hin Norðurlöndin. Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast. Þetta opnar á leiðir fyrir smyglara til að flytja t.d. börn ólöglega á milli landa. Oft leikur grunur á mansali, þó rannsaka þurfi málin betur til að fullyrða um það. Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar. Lausnin: Ísland gerir samning um DNA-sýnatökur erlendis Ég hef lagt þunga áherslu á að þessu verði kippt í lag. Nú er dómsmálaráðuneytið í samningsviðræðum við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt. Ég bind vonir við að skrifað verði undir þennan samning á næstu vikum. Viðreisn lætur verkin tala. Við greinum ekki bara vandann og bendum á hann. Við leysum málin líka. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar