Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. júní 2020 08:00 Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Seðlabankinn Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun