Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. nóvember 2025 18:01 Stundum, samkvæmt háværum röddum virðist ekkert vera nægjanlega gott í Reykjavík. Íbúar kvarta yfir snjómokstri, gróðri, gatnakerfinu, byggingum og jafnvel veðri. Við viljum að borgin okkar sé í senn falleg, hrein, friðsæl, græn, umhverfisvæn, aðgengileg, nóg framboð þónustu, verslun, og almenningsamgöngum, og helst allt í einu. Samt heyrast háværar raddir þegar framkvæmdir hefjast eða breytingar eru gerðar. Þannig verður umræðan oft tvíbent og snýst fremur um óþolinmæði en raunverulega sýn á borg sem þarf að þjóna þúsundum íbúa með ólíkar þarfir. Reykjavík er í raun ein fallegasta og öruggasta borg Evrópu. Hér er hreint loft, öruggt samfélag og mikil lífsgæði. Samt virðist sem við höfum orðið svo upptekin af ytra byrðinu að við gleymum stundum kjarnanum, fólkinu, börnunum okkar, samskiptunum og andlegu heilbrigði. Við Íslendingar höfum lengi lagt áherslu á ásýnd og útlit, en það er ekki þar sem gæði samfélagsins ráðast. Víða í Evrópu er áherslan önnur. Þar er meiri rækt lögð við innviði, félagslegt réttlæti og geðheilsu en minna við yfirborðið. Í Helsinki og Kaupmannahöfn hafa verið byggð upp sjálfbær borgarsamfélög með áherslu á samgöngur, græn svæði og aðgengi allra. Þar er ekki allt glansandi en borgirnar virka, og fólk hefur það almennt gott. Hér á landi er einnig verið að vinna markvisst að betra samfélagi. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á umferðaröryggi, betri göngu- og hjólastíga, hraðatakmarkanir og nýtt skipulag gatna og ljósastýringar. Slíkar breytingar kalla eðlilega fram óánægju hjá hluta íbúa, en þær eru nauðsynlegar til að bæta öryggi og draga úr slysum. Borg sem vill vera nútímaleg þarf að þora að breytast, og stundum þýðir það að þola tímabundin óþægindi fyrir langtíma ávinning. Umferðarþungi í Reykjavík á álagstímum er hins vegar raunverulegt vandamál sem hefur áhrif á lífsgæði margra. Þúsundir ökumanna koma daglega úr nágrannasveitum til vinnu í borginni. Þetta ferðamynstur veldur bæði mengun og töfum sem bitna á íbúum borgarinnar sjálfrar. Það væri því eðlilegt að hefja opna og málefnalega umræðu um það hvort þeir sem sækja störf til Reykjavíkur án þess að búa hér ættu að taka þátt í að standa undir þeim kostnaði sem slíkur umferðarþungi skapar. Slíkt væri ekki refsiaðgerð heldur spurning um sanngirni og ábyrgð fyrir íbúa borgarinnar. Auðvitað þarf slíkt að fara saman við raunhæfar úrbætur í almenningssamgöngum. Áður en hægt er að leggja á slíka skatta eða gjöld þarf að tryggja gott úrval ferða, áreiðanleika og þjónustu sem gerir fólki kleift að velja vistvænni leiðir. Stór bílastæði við borgarmörk og góðar tengingar með strætó, hjólum eða jafnvel léttlestum gætu létt á þrýstingi í miðborginni. Þannig hefur verið staðið að málum víða í Evrópu, meðal annars í Prag þar sem almenningssamgöngur eru öflugar en samt er rætt um að takmarka bílaumferð þeirra sem ekki búa í borginni sjálfri. Þ.e. að hvetja til notkunar almenningssamgangna. Á sama tíma verðum við að horfa lengra. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er óumflýjanleg og ungt fólk þarf íbúðir og tækifæri. Við getum ekki staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun heldur þurfum við að þétta byggð, efla samgöngur og gera borgina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við komum ekki í veg fyrir framþróun og fólksfjölgun. Það sem mestu skiptir er þó ekki steypan né ljósin, heldur fólkið. Við þurfum að leggja meiri áherslu á andlega heilsu, uppeldi og mannleg samskipti. Pirringur og gremja í samfélaginu hefur aukist og það sést í daglegu lífi. Við þurfum ekki að hafa skelina fullkomna, borgin verður aldrei gallalaus, en hún getur verið góð og manneskjuleg. Við verðum að læra að tala saman aftur, sýna þolinmæði og virðingu. Reykjavík er þegar falleg. Það sem vantar er að við lærum að sjá fegurðina án þess að krefjast fullkomnunar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Reykjavík Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Stundum, samkvæmt háværum röddum virðist ekkert vera nægjanlega gott í Reykjavík. Íbúar kvarta yfir snjómokstri, gróðri, gatnakerfinu, byggingum og jafnvel veðri. Við viljum að borgin okkar sé í senn falleg, hrein, friðsæl, græn, umhverfisvæn, aðgengileg, nóg framboð þónustu, verslun, og almenningsamgöngum, og helst allt í einu. Samt heyrast háværar raddir þegar framkvæmdir hefjast eða breytingar eru gerðar. Þannig verður umræðan oft tvíbent og snýst fremur um óþolinmæði en raunverulega sýn á borg sem þarf að þjóna þúsundum íbúa með ólíkar þarfir. Reykjavík er í raun ein fallegasta og öruggasta borg Evrópu. Hér er hreint loft, öruggt samfélag og mikil lífsgæði. Samt virðist sem við höfum orðið svo upptekin af ytra byrðinu að við gleymum stundum kjarnanum, fólkinu, börnunum okkar, samskiptunum og andlegu heilbrigði. Við Íslendingar höfum lengi lagt áherslu á ásýnd og útlit, en það er ekki þar sem gæði samfélagsins ráðast. Víða í Evrópu er áherslan önnur. Þar er meiri rækt lögð við innviði, félagslegt réttlæti og geðheilsu en minna við yfirborðið. Í Helsinki og Kaupmannahöfn hafa verið byggð upp sjálfbær borgarsamfélög með áherslu á samgöngur, græn svæði og aðgengi allra. Þar er ekki allt glansandi en borgirnar virka, og fólk hefur það almennt gott. Hér á landi er einnig verið að vinna markvisst að betra samfélagi. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á umferðaröryggi, betri göngu- og hjólastíga, hraðatakmarkanir og nýtt skipulag gatna og ljósastýringar. Slíkar breytingar kalla eðlilega fram óánægju hjá hluta íbúa, en þær eru nauðsynlegar til að bæta öryggi og draga úr slysum. Borg sem vill vera nútímaleg þarf að þora að breytast, og stundum þýðir það að þola tímabundin óþægindi fyrir langtíma ávinning. Umferðarþungi í Reykjavík á álagstímum er hins vegar raunverulegt vandamál sem hefur áhrif á lífsgæði margra. Þúsundir ökumanna koma daglega úr nágrannasveitum til vinnu í borginni. Þetta ferðamynstur veldur bæði mengun og töfum sem bitna á íbúum borgarinnar sjálfrar. Það væri því eðlilegt að hefja opna og málefnalega umræðu um það hvort þeir sem sækja störf til Reykjavíkur án þess að búa hér ættu að taka þátt í að standa undir þeim kostnaði sem slíkur umferðarþungi skapar. Slíkt væri ekki refsiaðgerð heldur spurning um sanngirni og ábyrgð fyrir íbúa borgarinnar. Auðvitað þarf slíkt að fara saman við raunhæfar úrbætur í almenningssamgöngum. Áður en hægt er að leggja á slíka skatta eða gjöld þarf að tryggja gott úrval ferða, áreiðanleika og þjónustu sem gerir fólki kleift að velja vistvænni leiðir. Stór bílastæði við borgarmörk og góðar tengingar með strætó, hjólum eða jafnvel léttlestum gætu létt á þrýstingi í miðborginni. Þannig hefur verið staðið að málum víða í Evrópu, meðal annars í Prag þar sem almenningssamgöngur eru öflugar en samt er rætt um að takmarka bílaumferð þeirra sem ekki búa í borginni sjálfri. Þ.e. að hvetja til notkunar almenningssamgangna. Á sama tíma verðum við að horfa lengra. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er óumflýjanleg og ungt fólk þarf íbúðir og tækifæri. Við getum ekki staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun heldur þurfum við að þétta byggð, efla samgöngur og gera borgina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við komum ekki í veg fyrir framþróun og fólksfjölgun. Það sem mestu skiptir er þó ekki steypan né ljósin, heldur fólkið. Við þurfum að leggja meiri áherslu á andlega heilsu, uppeldi og mannleg samskipti. Pirringur og gremja í samfélaginu hefur aukist og það sést í daglegu lífi. Við þurfum ekki að hafa skelina fullkomna, borgin verður aldrei gallalaus, en hún getur verið góð og manneskjuleg. Við verðum að læra að tala saman aftur, sýna þolinmæði og virðingu. Reykjavík er þegar falleg. Það sem vantar er að við lærum að sjá fegurðina án þess að krefjast fullkomnunar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar