Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 25. nóvember 2025 06:00 Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar