Afskaplega mjótt á munum í kosningunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 21:38 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Viktor Freyr Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka. „Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama. Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama.
Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira