Joe Don Baker látinn Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2025 14:25 Joe Don Baker á frumsýningu árið 1993. Getty Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri. Hann vakti fyrst athygli fyrir túlkun sína á lögreglustjóranum Buford Pusser í kvikmyndinni Walking Tall frá árinu 1973, en áður hafði hann farið með hlutverk bróður persónu Steve McQueen í Junior Bonner. Í frétt Hollywood Reporter segir að Baker hafi fyrst birst í Bond-mynd í The Living Daylights frá árinu 1987 þar sem hann fór með hlutverk skúrksins og vopnasalans Brad Whitaker. Timothy Dalton fór þar með hlutverk James Bond. Baker birtist svo aftur í bæði GoldenEye og Tomorrow Never Dies, en þá sem Jack Wade, njósnara bandarísku leyniþjónustunnar CIA, þegar Pierce Brosnan fór með hlutverk Bond. Á ferli sínum fór Baker einnig með hlutverk í kvikmyndum á borð við Cool Hand Luke (1967), Guns of the Magnificent Seven (1969), The Natural (1984), Leonard Part 6 (1987), Cape Fear (1991), Reality Bites (1994), The Grass Harp (1995), Mars Attacks! (1996), Joe Dirt (2001), The Dukes of Hazzard (2005) og Mud (2012). Andlát Bandaríkin James Bond Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hann vakti fyrst athygli fyrir túlkun sína á lögreglustjóranum Buford Pusser í kvikmyndinni Walking Tall frá árinu 1973, en áður hafði hann farið með hlutverk bróður persónu Steve McQueen í Junior Bonner. Í frétt Hollywood Reporter segir að Baker hafi fyrst birst í Bond-mynd í The Living Daylights frá árinu 1987 þar sem hann fór með hlutverk skúrksins og vopnasalans Brad Whitaker. Timothy Dalton fór þar með hlutverk James Bond. Baker birtist svo aftur í bæði GoldenEye og Tomorrow Never Dies, en þá sem Jack Wade, njósnara bandarísku leyniþjónustunnar CIA, þegar Pierce Brosnan fór með hlutverk Bond. Á ferli sínum fór Baker einnig með hlutverk í kvikmyndum á borð við Cool Hand Luke (1967), Guns of the Magnificent Seven (1969), The Natural (1984), Leonard Part 6 (1987), Cape Fear (1991), Reality Bites (1994), The Grass Harp (1995), Mars Attacks! (1996), Joe Dirt (2001), The Dukes of Hazzard (2005) og Mud (2012).
Andlát Bandaríkin James Bond Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira