„Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2025 18:54 Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV Mynd: ÍBV ÍBV gerðu sér lítið fyrir og slógu Víking Reykjavík úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag með sannfærandi 3-0 sigri þegar liðin mættust á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. „Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum. Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira
„Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum.
Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira