Mikið högg fyrir nærsamfélagið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Arnar/Anton Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs. Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira
Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs.
Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira