Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar 11. apríl 2025 16:41 11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skóla- og menntamál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun