Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 31. október 2025 07:46 Gera má ráð fyrir að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði og þeim gæti fjölgað um 4–6 þúsund á næstu fimm árum. Samkvæmt Húsnæðis og mannvirkjastofnun eru 74% aðfluttra á leigumarkaði, en aðeins 15% innfæddra. Það þýðir að stór hópur fólks af erlendum uppruna býr við minna húsnæðisöryggi og hefur minni möguleika á að eignast húsnæði. Þó gera megi ráð fyrir að hluti fólks af erlendum uppruna komi hingað tímabundið hefur stór hluti sest hér að til framtíðar. Ljóst er að þetta felur í sér að íbúar af erlendum uppruna eiga erfiðara uppdráttar á húsnæðismarkaði og huga þarf að þessum hópi sérstaklega ásamt ungu fólki sem á erfitt með að koma yfir sig þaki. Til langs tíma mun þetta skapa verulegan aðstöðumun milli þeirra sem eiga eignir og þeirra sem gera það ekki. Hættan er að fest verði í sessi efnahagsleg gjá milli innfæddra og innflytjenda og milli kynslóða sem gátu keypt eignir áður en vaxtastigið rauk upp og þeirra sem nú standa utan markaðar. Ekki er hægt að sjá hvernig húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar mætir þessari þróun af einhverri alvöru. Húsnæðispakkinn Í frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) frá því í lok september var sérstaklega vísað til orða formanns fjárlaganefndar sem sagði að markmiðið húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar væri að rjúfa kyrrstöðu í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Þegar pakkinn var loks kynntur reyndist hins vegar lítið í honum sem gefur tilefni til að ætla að kyrrstaða í uppbyggingu verði rofin á næstunni. Húsnæðispakkinn virðist í raun ætla að þrengja að fjölskyldum sem hafa fjárfest í íbúðum fyrir eða með börnum sínum, oft til að auka tækifæri þeirra til náms fjarri heimabyggð, í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem hefur ríkt á leigumarkaði. Vegna takmarkana á fjölda eigna í þéttbýli, geta þessar fjölskyldur og einstaklingar ekki lengur leigt út íbúðina í skammtímaleigu, til dæmis í gegnum Airbnb yfir sumarmánuðina, til að létta undir lánagreiðslum. Skammtíma útleiga þessara íbúða, samkvæmt 90 daga reglunni, hefur ekki verið að þrengja að húsnæðismarkaðnum. Það hefði svo sannarlega verið gott að sjá alvöru aðgerðapakka frá ríkisstjórninni. Pakka sem tæki raunverulega á húsnæðisvandanum í nánu samstarfi við sveitarfélögin. Ljóst er að sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, þurfa að stíga inn af auknum krafti og skipuleggja fleiri lóðir til uppbyggingar. Uppbygging á 4000 íbúðum í nýju hverfi í Úlfarsárdal er ágætt skref en betur má ef duga skal og velta má fyrir sér hversu oft er hægt að nota Úlfarsárdal sem augnablik í pólitískum tilgangi áður en skóflu er stungið þar niður. Þessi uppbygging mun þá ekki leysa neinn bráðavanda á húsnæðismarkaðnum og draumórar félags- og húsnæðismálaráðherra um að þar verði byggingarkrani á næsta ári verða sennilega bara draumórar. Staðreyndin er sú að það á enn eftir að stofna boðað innviðafélag, skipuleggja svæðið og byggja íbúðirnar. Þá er vert að taka fram að 4000 íbúða byggð á þessu svæði gæti orðið ansi þétt byggð og núverandi borgarmeirihluti lofaði áður 10 þúsund íbúðum í Úlfarsárdal. Ekkert er þó að frétta af þeim áformum. Ef hraða á uppbyggingu og byggja mörg ný hverfi þarf ríkið að mæta sveitarfélögunum sem þurfa að standa undir miklum kostnaði við innviðauppbyggingu þegar ný hverfi eru byggð. Kostnaði sem hleypur á milljörðum. Eftirgjöf á virðisaukaskatti vegna uppbyggingar á leik- og grunnskólum gæti til að mynda skipt sköpum fyrir sveitarfélögin. Jákvæðast við pakkann er kannski að ríkisstjórnin ætlar að festa í sessi leiðir sem Framsókn hefur nú þegar komið á eins og hlutdeildarlánakerfinu og almennu heimildinni til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á höfuðstól íbúðalána í 10 ár. Að þekkja aðalatriðin frá aukatriðunum Háir vextir gera bæði einstaklingum og byggingaraðilum erfitt fyrir að fjármagna kaup og uppbyggingu húsnæðis. Það leiðir til skorts á íbúðum sem þrýstir á hækkun fasteignaverðs og hækkun vaxta. Þannig hefur myndast vítahringur þar sem hátt vaxtastig dregur úr framboði, hækkar verð og heldur áfram að ýta vöxtum upp á við Megináherslan verður að vera á að lækka vexti og tryggja fyrirsjáanleg lánakjör, þar sem lán eru með föstum vöxtum til langs tíma. Það er forsenda þess að bæði einstaklingar og verktakar geti ráðist í uppbyggingu og kaup á húsnæði. Staðan sem nú er uppi er ekki viðunandi fyrir ungt fólk og fólk sem hefur ákveðið að setjast hér að og er að reyna koma undir sig fótunum. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sjá til að hér sé sterkt atvinnulíf og ásættanleg vaxtarskilyrði. Þannig að fólk hafi atvinnu og greiðslubyrði lána sé viðráðanleg. En ríkisstjórnin ræðst hins vegar gegn grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, á sama tíma og við sjáum fram á helmings lækkun á hagvexti og hækkun verðbólgu. Þetta mun gera stöðu flestra enn verri en nú er. Við þurfum Plan B í húsnæðismálum. Aðgerðir sem tryggja lán með langtíma föstum vöxtum, alvöru uppbyggingu til að mæta þeim bráðavanda sem er á húsnæðismarkaðnum, uppbyggingu til langs tíma og aðgerðir sem stuðla að lækkun stýrivaxta. Ungt fólk á skilið betur en þennan rýra húsnæðispakka. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og ung manneskja með áhyggjur af stöðunni á húsnæðis- og fasteignamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gera má ráð fyrir að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði og þeim gæti fjölgað um 4–6 þúsund á næstu fimm árum. Samkvæmt Húsnæðis og mannvirkjastofnun eru 74% aðfluttra á leigumarkaði, en aðeins 15% innfæddra. Það þýðir að stór hópur fólks af erlendum uppruna býr við minna húsnæðisöryggi og hefur minni möguleika á að eignast húsnæði. Þó gera megi ráð fyrir að hluti fólks af erlendum uppruna komi hingað tímabundið hefur stór hluti sest hér að til framtíðar. Ljóst er að þetta felur í sér að íbúar af erlendum uppruna eiga erfiðara uppdráttar á húsnæðismarkaði og huga þarf að þessum hópi sérstaklega ásamt ungu fólki sem á erfitt með að koma yfir sig þaki. Til langs tíma mun þetta skapa verulegan aðstöðumun milli þeirra sem eiga eignir og þeirra sem gera það ekki. Hættan er að fest verði í sessi efnahagsleg gjá milli innfæddra og innflytjenda og milli kynslóða sem gátu keypt eignir áður en vaxtastigið rauk upp og þeirra sem nú standa utan markaðar. Ekki er hægt að sjá hvernig húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar mætir þessari þróun af einhverri alvöru. Húsnæðispakkinn Í frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) frá því í lok september var sérstaklega vísað til orða formanns fjárlaganefndar sem sagði að markmiðið húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar væri að rjúfa kyrrstöðu í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Þegar pakkinn var loks kynntur reyndist hins vegar lítið í honum sem gefur tilefni til að ætla að kyrrstaða í uppbyggingu verði rofin á næstunni. Húsnæðispakkinn virðist í raun ætla að þrengja að fjölskyldum sem hafa fjárfest í íbúðum fyrir eða með börnum sínum, oft til að auka tækifæri þeirra til náms fjarri heimabyggð, í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem hefur ríkt á leigumarkaði. Vegna takmarkana á fjölda eigna í þéttbýli, geta þessar fjölskyldur og einstaklingar ekki lengur leigt út íbúðina í skammtímaleigu, til dæmis í gegnum Airbnb yfir sumarmánuðina, til að létta undir lánagreiðslum. Skammtíma útleiga þessara íbúða, samkvæmt 90 daga reglunni, hefur ekki verið að þrengja að húsnæðismarkaðnum. Það hefði svo sannarlega verið gott að sjá alvöru aðgerðapakka frá ríkisstjórninni. Pakka sem tæki raunverulega á húsnæðisvandanum í nánu samstarfi við sveitarfélögin. Ljóst er að sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, þurfa að stíga inn af auknum krafti og skipuleggja fleiri lóðir til uppbyggingar. Uppbygging á 4000 íbúðum í nýju hverfi í Úlfarsárdal er ágætt skref en betur má ef duga skal og velta má fyrir sér hversu oft er hægt að nota Úlfarsárdal sem augnablik í pólitískum tilgangi áður en skóflu er stungið þar niður. Þessi uppbygging mun þá ekki leysa neinn bráðavanda á húsnæðismarkaðnum og draumórar félags- og húsnæðismálaráðherra um að þar verði byggingarkrani á næsta ári verða sennilega bara draumórar. Staðreyndin er sú að það á enn eftir að stofna boðað innviðafélag, skipuleggja svæðið og byggja íbúðirnar. Þá er vert að taka fram að 4000 íbúða byggð á þessu svæði gæti orðið ansi þétt byggð og núverandi borgarmeirihluti lofaði áður 10 þúsund íbúðum í Úlfarsárdal. Ekkert er þó að frétta af þeim áformum. Ef hraða á uppbyggingu og byggja mörg ný hverfi þarf ríkið að mæta sveitarfélögunum sem þurfa að standa undir miklum kostnaði við innviðauppbyggingu þegar ný hverfi eru byggð. Kostnaði sem hleypur á milljörðum. Eftirgjöf á virðisaukaskatti vegna uppbyggingar á leik- og grunnskólum gæti til að mynda skipt sköpum fyrir sveitarfélögin. Jákvæðast við pakkann er kannski að ríkisstjórnin ætlar að festa í sessi leiðir sem Framsókn hefur nú þegar komið á eins og hlutdeildarlánakerfinu og almennu heimildinni til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á höfuðstól íbúðalána í 10 ár. Að þekkja aðalatriðin frá aukatriðunum Háir vextir gera bæði einstaklingum og byggingaraðilum erfitt fyrir að fjármagna kaup og uppbyggingu húsnæðis. Það leiðir til skorts á íbúðum sem þrýstir á hækkun fasteignaverðs og hækkun vaxta. Þannig hefur myndast vítahringur þar sem hátt vaxtastig dregur úr framboði, hækkar verð og heldur áfram að ýta vöxtum upp á við Megináherslan verður að vera á að lækka vexti og tryggja fyrirsjáanleg lánakjör, þar sem lán eru með föstum vöxtum til langs tíma. Það er forsenda þess að bæði einstaklingar og verktakar geti ráðist í uppbyggingu og kaup á húsnæði. Staðan sem nú er uppi er ekki viðunandi fyrir ungt fólk og fólk sem hefur ákveðið að setjast hér að og er að reyna koma undir sig fótunum. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sjá til að hér sé sterkt atvinnulíf og ásættanleg vaxtarskilyrði. Þannig að fólk hafi atvinnu og greiðslubyrði lána sé viðráðanleg. En ríkisstjórnin ræðst hins vegar gegn grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, á sama tíma og við sjáum fram á helmings lækkun á hagvexti og hækkun verðbólgu. Þetta mun gera stöðu flestra enn verri en nú er. Við þurfum Plan B í húsnæðismálum. Aðgerðir sem tryggja lán með langtíma föstum vöxtum, alvöru uppbyggingu til að mæta þeim bráðavanda sem er á húsnæðismarkaðnum, uppbyggingu til langs tíma og aðgerðir sem stuðla að lækkun stýrivaxta. Ungt fólk á skilið betur en þennan rýra húsnæðispakka. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og ung manneskja með áhyggjur af stöðunni á húsnæðis- og fasteignamarkaði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun