Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar 11. apríl 2025 16:41 11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun