Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 07:02 Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri Íslendinga í The Open í ár en hún endaði í fimmtánda sæti á heimsvísu. @sarasigmunds Öflugasta CrossFit fólk Íslands í dag á enn möguleika á því að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit en það varð endanlega ljóst eftir að CrossFit samtökin staðfestu úrslitin í opna hlutanum. Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu. CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu.
CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira