Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 07:02 Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri Íslendinga í The Open í ár en hún endaði í fimmtánda sæti á heimsvísu. @sarasigmunds Öflugasta CrossFit fólk Íslands í dag á enn möguleika á því að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit en það varð endanlega ljóst eftir að CrossFit samtökin staðfestu úrslitin í opna hlutanum. Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu. CrossFit Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Sjá meira
Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu.
CrossFit Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Sjá meira