Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 10:18 Margrét María hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Stjr Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, hefur verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Hún er skipuð til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi.
Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Sjá meira
Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11