Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 13:46 James Wade teygði út tunguna og sleikti háls Luke Humphries fyrir viðureign þeirra. Samsett/Getty/Skjáskot Furðulegt og „ógeðslegt“ atvik átti sér stað fyrir leik James Wade og Luke Humphries í átta manna úrslitum Opna breska mótsins í pílukasti og málið gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Wade. Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson. Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson.
Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira