Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. febrúar 2025 12:31 Kim Sae-ron þótti ein bjartasta von suður-kóreskrar kvikmyndagerðar. Getty Suður-kóreska leikkonan Kim Sae-ron er látin 24 ára gömul. Hún fannst látin á heimili sínu í Seoul á sunnudag, en samkvæmt New York Times féll hún fyrir eigin hendi. Kim var barnastjarna, en hún vakti athygli árið 2009 í kvikmyndinni A Brand New Life, og aftur ári síðar í The Man From Nowhere. Árið 2022 ók hún undir áhrifum áfengis og klessti á straumbreyti sem varð til þess að fjöldi fyrirtækja missti rafmagnið um nokkurra klukkustunda skeið. Málið hafði mikil áhrif á feril Kim, sem hélt sig að mestu úr sviðsljósinu eftir að það kom upp. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Henni var gert að greiða tuttugu milljón suður-kóresk won, sem jafngildir tæplega tveimur milljónum króna vegna atviksins. Þar að auki var Kim harðlega gagnrýnd opinberlega, meðal annars af áhrifavöldum. Hún baðst afsökunar á samfélagsmiðlum og sagðist ekki eiga sér neinar málsbætur. Kim hafði þá verið að leika í suður-kóresku Netflix-þáttunum Bloodhounds, en hún var klippt út úr þeim. Þá segir í frétt New York Times að hún hafi sagt sig frá fleiri verkefnum. Miðillinn bendir á að fráfall Kim sé ekki það fyrsta vegna sjálfsvígs sem skekur skemmtanaiðnaðinn í Suður-Kóreu að undanförnu. Bransinn þar er sagður einkennast af gríðarlegri pressu, þar sem vinsældir stjarnanna veltur á algjörlega óflekkuðu mannorði. Suður-Kórea Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Kim var barnastjarna, en hún vakti athygli árið 2009 í kvikmyndinni A Brand New Life, og aftur ári síðar í The Man From Nowhere. Árið 2022 ók hún undir áhrifum áfengis og klessti á straumbreyti sem varð til þess að fjöldi fyrirtækja missti rafmagnið um nokkurra klukkustunda skeið. Málið hafði mikil áhrif á feril Kim, sem hélt sig að mestu úr sviðsljósinu eftir að það kom upp. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Henni var gert að greiða tuttugu milljón suður-kóresk won, sem jafngildir tæplega tveimur milljónum króna vegna atviksins. Þar að auki var Kim harðlega gagnrýnd opinberlega, meðal annars af áhrifavöldum. Hún baðst afsökunar á samfélagsmiðlum og sagðist ekki eiga sér neinar málsbætur. Kim hafði þá verið að leika í suður-kóresku Netflix-þáttunum Bloodhounds, en hún var klippt út úr þeim. Þá segir í frétt New York Times að hún hafi sagt sig frá fleiri verkefnum. Miðillinn bendir á að fráfall Kim sé ekki það fyrsta vegna sjálfsvígs sem skekur skemmtanaiðnaðinn í Suður-Kóreu að undanförnu. Bransinn þar er sagður einkennast af gríðarlegri pressu, þar sem vinsældir stjarnanna veltur á algjörlega óflekkuðu mannorði.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Suður-Kórea Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira