Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Gunnar hefur verið að æfa hjá ATT Europe í Króatíu undanfarna daga Myndir: ATT Europe Íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af kappi í Króatíu fyrir endurkomu sína í búrið í mars næstkomandi. Gunnar hélt til Króatíu eftir að hafa upplifað sigursælt kvöld með bardagaköppum Mjölnis í Skotlandi á Goliath Fight Series. Mjölnir sendi fjóra bardagakappa til leiks og þeir unnu allir sína bardaga. Það er á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni í London þar sem að Gunnar mætir hinum villta Kevin Holland sem er vel þekkt stærð innan UFC. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár en hann er á tveggja bardaga sigurgöngu og virkar í frábæru standi. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) Gunnar æfir hjá ATT Europe í Króatíu um þessar mundir en þar er einn af þjálfurum hans, Luka Jelcic. ATT hefur verið duglegt við að birta myndir og myndskeið af undirbúningi Gunnars en í viðtali við íþróttadeild á dögunum fór hann nánar ofan í saumana á því hvað það gefur honum að halda erlendis og undirbúa sig þar fyrir bardaga. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) „Þar erum við meðal annars að hugsa um æfingafélaga. Það er alltaf gott að fara út fyrir þægindarammann og fá nýja æfingafélaga. Síðan er striking-þjálfarinn minn í Króatíu, MMA-þjálfarinn minn John Kavanagh í Dublin. Ég hef alltaf farið út fyrir bardaga. Það setur mig í gírinn og þar finn ég meira úrval af æfingafélögum í kringum mína þyngd, atvinnumenn í MMA og svoleiðis,“ sagði Gunnar en ítarlegt viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Eftir að hafa staldrað aðeins við í Króatíu mun Gunnar ferðast yfir til Írlands og undirbúa sig undir handleiðslu John Kavanagh hjá SBG MMA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Gunnar hélt til Króatíu eftir að hafa upplifað sigursælt kvöld með bardagaköppum Mjölnis í Skotlandi á Goliath Fight Series. Mjölnir sendi fjóra bardagakappa til leiks og þeir unnu allir sína bardaga. Það er á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni í London þar sem að Gunnar mætir hinum villta Kevin Holland sem er vel þekkt stærð innan UFC. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár en hann er á tveggja bardaga sigurgöngu og virkar í frábæru standi. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) Gunnar æfir hjá ATT Europe í Króatíu um þessar mundir en þar er einn af þjálfurum hans, Luka Jelcic. ATT hefur verið duglegt við að birta myndir og myndskeið af undirbúningi Gunnars en í viðtali við íþróttadeild á dögunum fór hann nánar ofan í saumana á því hvað það gefur honum að halda erlendis og undirbúa sig þar fyrir bardaga. View this post on Instagram A post shared by American Top Team Zagreb (@atteurope) „Þar erum við meðal annars að hugsa um æfingafélaga. Það er alltaf gott að fara út fyrir þægindarammann og fá nýja æfingafélaga. Síðan er striking-þjálfarinn minn í Króatíu, MMA-þjálfarinn minn John Kavanagh í Dublin. Ég hef alltaf farið út fyrir bardaga. Það setur mig í gírinn og þar finn ég meira úrval af æfingafélögum í kringum mína þyngd, atvinnumenn í MMA og svoleiðis,“ sagði Gunnar en ítarlegt viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Eftir að hafa staldrað aðeins við í Króatíu mun Gunnar ferðast yfir til Írlands og undirbúa sig undir handleiðslu John Kavanagh hjá SBG
MMA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira