Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:30 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira