Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2025 13:03 Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða sé skert starfsemi í grunnskólum Vísir/Egill Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. Skólastjóri Hörðuvallaskóla vakti athygli á auknu ofbeldi og agaleysi í skólum landsins í aðsendri grein á Vísi í gær sem vakið hefur mikla athygli. Í greininni er meðal annars fjallað um nauðsyn þess að setja börnum og foreldrum mörk og gefa kennurum aukið rými til að takast á við vandamál sem upp koma innan veggja skólans. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, tekur undir þessi sjónarmið. Þótt agaleysi sem slíkt sé vissulega ekki nýtt af nálinni, merki skólastjórnendur um allt land aukningu hvað þetta varðar á undanförnum árum. Biðlistar, harka og óvægin samskipti „Ofbeldi í skólum hefur farið vaxandi í skólum á síðustu árum og það má finna það út um allt land, það er ekkert launungamál. Ástæðan er auðvitað margvísleg og eflaust er hægt að benda bara á beinar staðreyndir að það vantar úrræði í okkar annars ágæta landi fyrir börn í vanda og það eru biðlistar sem við höfum horft á síðustu árin, langir biðlistar þar sem að börn í vanda bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála og aðstoð, faglega aðstoð,“ segir Þorsteinn. „Það eru líka að harna öll samskipti, utanaðkomandi samskipti til skólanna frá foreldrum eins og fram kemur aftur í þessari grein. Aðgengi foreldra að skólunum er alveg óheft og menn senda tölvupósta og ná samtölum við kennara óheft. Og svo sem engar skýringar á því, þannig að þetta er að bætast ofan á störf kennara.“ Hann segir erfitt að segja til um það hvað kunni að skýra þessa þróun. „Samfélagið okkar er að breytast og samskipti fólks eru að verða harðari og óvægnari. Fólk kallar á aðgerðir og viðbrögð sem eru dálítið mikið á þeirra forsendum en eru ekki kannski að horfa til þess að innan skólanna sem dæmi starfar fagfólk sem er að vinna sína vinnu eins vel og það getur á hverjum degi,“ segir Þorsteinn. Formaður Skólastjórafélags Íslands hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Vilhelm „Þetta er verulegt áhyggjuefni og við höfum áhyggjur af þessu sem komum að skólastarfi í landinu og við erum að missa fólk út úr skólakerfinu okkar vegna þessa ástands og við megum bara alls ekki við því í dag að missa fólk.“ Nógu erfiðlega gangi að manna skólana með fagfólki eins og staðan er í dag og þessi staða bæti ekki úr skák. Hann telur tilefni til að gera ráðstafanir til að stemma stigu við þessari þróun. „Ég er kominn á þann stað að halda það að við þurfum að fá einhverjar samræmdar reglur um það hvernig aðgengi við viljum hafa að starfsfólki skólanna,“ segir Þorsteinn. Við megum ekki gleyma því að starfsfólk skólanna er ráðið til þess að kenna börnunum okkar og sinna þeim líkt og lög gera ráð fyrir. Alls konar aðrir hlutir. „Við þurfum eitthvað að stýra aðgengi vegna þess að við verðum í raun og veru að gefa líka fólkinu tækifæri til að sinna störfunum sínum eins og þau eru ráðin til og þá aftur, kalla ég á það að það vantar fleiri úrræði,“ bætir Þorsteinn við. Þurfa að grípa inn í aðstæður en óttast viðbrögð Til dæmis bara tveir sérskólar á landinu, einn á Akureyri og einn í Reykjavík, sem sérhæfa sig í ofbeldisvanda. Þar séu langir biðlistar og á meðan sé álagið mikið innan skólakerfisins. skólanna sé mikið. Auknar kröfur og harka í samskiptum við suma foreldra geti bætt gráu ofan á svart. Aðspurður segir Þorstein dæmi um að foreldrar hóti jafnvel málsókn eða fari alla leið og kæri kennara eða annað starfsfólk. „Svarið er játandi, málið er einfaldlega það að þegar verið er að taka á ofbeldi eða koma í veg fyrir að börn skaði sig sjálf eða önnur börn eða jafnvel fullorðna inni í skólakerfinu eða skólastarfinu að þá þarf að taka á því. Og okkar fólk, almennt bara í grunnskólum, er orðið hrætt við að taka á hlutum innan skólanna vegna þess að menn óttast kærur eða alvarleg viðbrögð í því þegar að menn eru að sinna þessum þætti sem ætti auðvitað ekki að vera hluti af þeirra starfi,“ svarar Þorsteinn. „Sannarlega höfum við séð slíka hluti vera í gangi og komið að slíkum hlutum þannig að þetta er líka að breyta starfi kennara verulega, og stjórnenda.“ Ekki lengur tabú að ræða vandann Hann ítrekar að innan skólanna starfi fagfólk sem hafi metnað fyrir sínu starfi en álagið sé í einhverjum tilfellum þess eðlis að fagfólk innan skólakerfisins gefist upp og hverfi til annarra starfa. Hann fagnar aukinni umræðu í samfélaginu um þær áskoranir sem við blasa. „Það virðist hafa verið tabú um einhvern tíma núna að tala um þennan vanda inni í skólakerfinu okkar og við þurfum bara að fara að snúa okkur að því að þarna er vandi sem að við þurfum öll að koma saman að og leysa og ástandið í ráðningarmálum grunnskólanna er ekki að hjálpa okkur til, eða leikskólanna, í dag til að taka á því,“ segir Þorsteinn. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Ofbeldi barna Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Skólastjóri Hörðuvallaskóla vakti athygli á auknu ofbeldi og agaleysi í skólum landsins í aðsendri grein á Vísi í gær sem vakið hefur mikla athygli. Í greininni er meðal annars fjallað um nauðsyn þess að setja börnum og foreldrum mörk og gefa kennurum aukið rými til að takast á við vandamál sem upp koma innan veggja skólans. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, tekur undir þessi sjónarmið. Þótt agaleysi sem slíkt sé vissulega ekki nýtt af nálinni, merki skólastjórnendur um allt land aukningu hvað þetta varðar á undanförnum árum. Biðlistar, harka og óvægin samskipti „Ofbeldi í skólum hefur farið vaxandi í skólum á síðustu árum og það má finna það út um allt land, það er ekkert launungamál. Ástæðan er auðvitað margvísleg og eflaust er hægt að benda bara á beinar staðreyndir að það vantar úrræði í okkar annars ágæta landi fyrir börn í vanda og það eru biðlistar sem við höfum horft á síðustu árin, langir biðlistar þar sem að börn í vanda bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála og aðstoð, faglega aðstoð,“ segir Þorsteinn. „Það eru líka að harna öll samskipti, utanaðkomandi samskipti til skólanna frá foreldrum eins og fram kemur aftur í þessari grein. Aðgengi foreldra að skólunum er alveg óheft og menn senda tölvupósta og ná samtölum við kennara óheft. Og svo sem engar skýringar á því, þannig að þetta er að bætast ofan á störf kennara.“ Hann segir erfitt að segja til um það hvað kunni að skýra þessa þróun. „Samfélagið okkar er að breytast og samskipti fólks eru að verða harðari og óvægnari. Fólk kallar á aðgerðir og viðbrögð sem eru dálítið mikið á þeirra forsendum en eru ekki kannski að horfa til þess að innan skólanna sem dæmi starfar fagfólk sem er að vinna sína vinnu eins vel og það getur á hverjum degi,“ segir Þorsteinn. Formaður Skólastjórafélags Íslands hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Vilhelm „Þetta er verulegt áhyggjuefni og við höfum áhyggjur af þessu sem komum að skólastarfi í landinu og við erum að missa fólk út úr skólakerfinu okkar vegna þessa ástands og við megum bara alls ekki við því í dag að missa fólk.“ Nógu erfiðlega gangi að manna skólana með fagfólki eins og staðan er í dag og þessi staða bæti ekki úr skák. Hann telur tilefni til að gera ráðstafanir til að stemma stigu við þessari þróun. „Ég er kominn á þann stað að halda það að við þurfum að fá einhverjar samræmdar reglur um það hvernig aðgengi við viljum hafa að starfsfólki skólanna,“ segir Þorsteinn. Við megum ekki gleyma því að starfsfólk skólanna er ráðið til þess að kenna börnunum okkar og sinna þeim líkt og lög gera ráð fyrir. Alls konar aðrir hlutir. „Við þurfum eitthvað að stýra aðgengi vegna þess að við verðum í raun og veru að gefa líka fólkinu tækifæri til að sinna störfunum sínum eins og þau eru ráðin til og þá aftur, kalla ég á það að það vantar fleiri úrræði,“ bætir Þorsteinn við. Þurfa að grípa inn í aðstæður en óttast viðbrögð Til dæmis bara tveir sérskólar á landinu, einn á Akureyri og einn í Reykjavík, sem sérhæfa sig í ofbeldisvanda. Þar séu langir biðlistar og á meðan sé álagið mikið innan skólakerfisins. skólanna sé mikið. Auknar kröfur og harka í samskiptum við suma foreldra geti bætt gráu ofan á svart. Aðspurður segir Þorstein dæmi um að foreldrar hóti jafnvel málsókn eða fari alla leið og kæri kennara eða annað starfsfólk. „Svarið er játandi, málið er einfaldlega það að þegar verið er að taka á ofbeldi eða koma í veg fyrir að börn skaði sig sjálf eða önnur börn eða jafnvel fullorðna inni í skólakerfinu eða skólastarfinu að þá þarf að taka á því. Og okkar fólk, almennt bara í grunnskólum, er orðið hrætt við að taka á hlutum innan skólanna vegna þess að menn óttast kærur eða alvarleg viðbrögð í því þegar að menn eru að sinna þessum þætti sem ætti auðvitað ekki að vera hluti af þeirra starfi,“ svarar Þorsteinn. „Sannarlega höfum við séð slíka hluti vera í gangi og komið að slíkum hlutum þannig að þetta er líka að breyta starfi kennara verulega, og stjórnenda.“ Ekki lengur tabú að ræða vandann Hann ítrekar að innan skólanna starfi fagfólk sem hafi metnað fyrir sínu starfi en álagið sé í einhverjum tilfellum þess eðlis að fagfólk innan skólakerfisins gefist upp og hverfi til annarra starfa. Hann fagnar aukinni umræðu í samfélaginu um þær áskoranir sem við blasa. „Það virðist hafa verið tabú um einhvern tíma núna að tala um þennan vanda inni í skólakerfinu okkar og við þurfum bara að fara að snúa okkur að því að þarna er vandi sem að við þurfum öll að koma saman að og leysa og ástandið í ráðningarmálum grunnskólanna er ekki að hjálpa okkur til, eða leikskólanna, í dag til að taka á því,“ segir Þorsteinn.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Ofbeldi barna Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira