Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2025 11:44 Málefni kennara til umræðu í Íslandi í dag. Umræða um skólamál hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum misserum. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en allir sammála um að kennarastarfið sé gríðarlega mikilvægt. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira