Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar 11. janúar 2025 14:31 Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun